Niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi

Málsnúmer 201610072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 361. fundur - 07.11.2016

Lögð fram niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fundar með bæjarfulltrúum og fulltrúum í skipulags- og mannvirkjanefnd, þar sem farið verði yfir framtíðar landnýtingu og skipulag á landspildu sveitarfélagsins úr landi Eyvindarár.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 25. fundur - 09.11.2016

Lögð fram til kynningar niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Auk þess skýrslur sem Edwin Roald vann fyrir starfshópinn um málið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 376. fundur - 06.03.2017

Farið yfir stöðuna, en málið er áfram í vinnslu.

Hér vék Anna Alexandersdóttir af fundi.