Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

376. fundur 06. mars 2017 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Samstarfssamningur við Íþróttafélagið Hött

Málsnúmer 201611095Vakta málsnúmer

Davíð Sigurðarson formaður Hattar sat fundinn undir þessum lið og fór yfir hugmyndir að uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Einnig var ræddur samstarfssamningur við íþróttafélagið Hött, um uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna að drögum að samstarfssamningi og málið verður jafnframt áfram í vinnslu.

2.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri kynnti uppsagnarbréf frá Vífli Björnssyni skipulags- og byggingarfulltrúa, sem segir upp með hefðbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Bæjarstóra falið að auglýsa starfið við fyrsta tækifæri.

3.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2017

Málsnúmer 201703002Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem haldinn verður miðvikudaginn 8. mars.

Bæjarráð samþykkir að aðalmenn í bæjarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum, í því hlutfalli sem fjöldi þeirra á fundinum segir til um.
Heimilt er varabæjarfulltrúa að mæta, ef aðalmaður forfallast og fara með atkvæði hans.

4.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2017

Málsnúmer 201701152Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun bæjarráðs, en umfjöllun var frestað á síðasta fundi.
Farið yfir nokkra liði og ákveðið að bæta við völdum upplýsingum. Málinu vísað til næsta fundar.

5.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 201702141Vakta málsnúmer

Lagt fram formlegt fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður á Grand hóteli í Reykjavík föstudaginn 24. mars nk.

Bæjarráð staðfestir að aðalmenn Fljótsdalshérað verði: Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson, Varamenn þeirra verði: Guðmundur Sveinsson Kröyer, Sigrún Blöndal og Páll Sigvaldason.

Jafnframt lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, sem haldinn verður sama dag.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

6.Niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi

Málsnúmer 201610072Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna, en málið er áfram í vinnslu.

Hér vék Anna Alexandersdóttir af fundi.

7.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um stuðning vegna ráðstefnu félagsins sem haldin verður nú í apríl og rekstrar félagsins.
Bæjarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til ráðstefnunnar sem tekinn verði af lið 21500. Jafnframt samþykkt að ræða áfram við samtökin um mögulega aðkomu að rekstri þeirra með reglubundnum hætti.

8.Málefni Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Málsnúmer 201703014Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá fundi HSA með sveitarstjórum á Austurlandi 23.02.sl.
Bæjarráð leggur áherslu á að fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunnar Austurlands taki mið af fjárþörf stofnunarinnar, svo ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar.

9.Gróðrarstöðin Barri ehf.

Málsnúmer 201702096Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til atvinnumálanefndar/stjórnar atvinnumálasjóðs til umsagnar og felur bæjarstjóra að kynna málið á næsta fundi nefndarinnar.

10.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018

Málsnúmer 201604137Vakta málsnúmer

Ræddar nýjustu upplýsingar um fjárveitingar vegna samgönguáætlunar 2015-2018, sem samþykkt var á nýliðnu hausti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur það óásættanlegt að ekki sé staðið við nýsamþykkta samgönguáætlun.
Þau verkefni sem þar er að finna eru sannanlega engin gæluverkefni heldur bráðnauðsynleg úrbótaverkefndi á samgöngukerfi sem komið er að fótum fram.

Augljóst er að fjárveitingar til samgöngumála þurfa að minnsta kosti að vera 1,5% af vergri þjóðarframleiðslu, til að hægt sé að viðhalda og byggja upp samgöngukerfið eins og þörf er á.

Bæjarráð krefst þess að þingmenn kjördæmisins gangi þannig til verks að hægt verði að fara í nauðsynlegar og samþykktar samgönguframkvæmdir á Austurlandi á þessu ári og því næsta.

Fundi slitið.