Lögð fram beiðni um stuðning vegna ráðstefnu félagsins sem haldin verður nú í apríl og rekstrar félagsins. Bæjarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til ráðstefnunnar sem tekinn verði af lið 21500. Jafnframt samþykkt að ræða áfram við samtökin um mögulega aðkomu að rekstri þeirra með reglubundnum hætti.
Lögð fram boð á ráðstefnuna UNGAUST 2017, sem haldin verður á Borgarfirði eystra helgina 8.-9. apríl n.k. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa Fljótsdalshéraðs til að sækja ráðstefnuna, eftir því sem þeir hafa tök á.
Kynntur tölvupóstur frá forsvarsmönnum Ungs Austurlands, þar sem þakkaður er stuðningur við ráðstefnuhald samtakanna og óskað eftir fundi með bæjarráði 29. maí, til að fara yfir niðurstöður ráðstefnu þeirra, sem haldin var á Borgarfirði nú í vor.
Bæjarráð samþykkir að taka á móti fulltrúum Ungs Austurlands umræddan dag.
Til fundarins mætti Margrét Árnadóttir fulltrúi úr stjórn félagsins Ungt Austurland og fór yfir helstu málefni og niðurstöður ráðstefnu sem haldin var á Borgarfirði í vor. Að lokinni góðri kynningu var Margréti þökkuð koman og yfirferð yfir niðurstöður ráðstefnunnar.
Til fundarins mætti Gunnar Gunnarsson frá Ungt-Austurland og kynnti frekar erindi félagsins varðandi styrkbeiðni til Fljótdalshéraðs.
Gunnar kynnti þau verkefni sem félagið hyggst leggja áherslu á næsta ár, sem eru hvatning til ungs fólks til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum og í öðru lagi að halda starfamessu.
Óskað var eftir að félagið skili inn með umsókninni fjárhagsáætlun yfir þessi verkefni, þar sem fram komi betri upplýsingar um kostnað og fjármögnun.
Að lokinni yfirferð yfir málið var Gunnari þökkuð koman og veittar upplýsingar.
Fyrir liggur erindi frá Ungu Austurlandi þar sem óskað er eftir styrk til að halda starfamessu á Austurlandi. Á fundi bæjarráðs 26. mars 2018, var tekið mjög jákvætt í erindið en jafnframt var því vísað til atvinnu- og menningarnefndar sem skoði með hvaða hætti hægt er að veita stuðning til samtakanna.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfamessan verði styrkt um kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1381.