Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

415. fundur 12. febrúar 2018 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins og uppgjöri fyrir árið 2017.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Farið yfir hugmyndir að framkvæmdum vegna viðbyggingar Hádegishöfða.

3.Fundargerð 856.fundar Sambands Íslenskra

Málsnúmer 201802006

Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga, frá fundi þess 26. jan. 2018.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skorar á yfirstjórn Háskóla Íslands að tryggja að sú endurskoðun sem nú stendur yfir á inntaki og skipulagi kennaranáms á menntavísindasviði endurspegli það ákall um aukna áherslu á hagnýtar kennsluaðferðir og vinnubrögð sem ítrekað hefur komið frá kennurum og öðrum aðilum í skólasamfélaginu á liðnum árum. Vísa má til fjölda rannsókna, úttekta og kannana, bæði meðal reyndra og nýútskrifaðra kennara þar sem þeir segjast ekki hafa fengið kennslu eða þjálfun í grunnnámi sínu til þess að bregðast við fjölbreyttum nemendahópi, hegðunarmálum nemenda, auknum fjölda barna af erlendum uppruna, álagi sem fylgir foreldrasamstarfi o.s.frv. Tryggja þarf að nýútskrifaðir kennarar verði sjálfsöruggari og hæfari til þess að uppfylla kröfur opinberrar menntastefnu. Þá þarf að leggja ríkari áherslu á vettvangsnám, starfsþróun og framhaldsnám á þessum sviðum.
Mikilvægt er að háskólar geri nauðsynlegar breytingar á inntaki og skipulags kennaranáms til að sporna við mikilli fækkun nemenda í kennaranámi, miklu brottfalli ungra kennara úr starfi og fyrirsjáanlegum kennaraskorti.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039

Gunnar Jónsson sagði frá fundum samstarfsnefndarinnar og vinnunni sem þar fer fram.

5.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Lögð fram drög að samningi um rannsóknir og virkjun á vatnasviði Geitdalsár við Arctic Hydro ehf.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og bæjarstjóra verði falið að undirrita hann.

6.Samstarfssamningar sveitarfélaga

Málsnúmer 201801122

Bæjarráð telur ekki ástæðu til að breyta ákvæðum sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga.

7.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Héraðs og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201802008

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

8.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Málsnúmer 201802021

Bæjarráð tekur undir áherslur Sambands Ísl. sveitarfélag og felur íþróta- og tómstundanefnd og starfsmönnum hennar að fara yfir gildandi samninga við íþrótta- og tómstundafélög, með tilliti til þeirra áherslna sem fram koma í bókun stjórnar Sambandsins.

9.Sala eldri bifreiðar í ferðaþjónustu fatlaðra.

Málsnúmer 201712032

Bæjarráð samþykkir að leita samninga við Rafey ehf um að selja þeim Ford Transit bíl ferðaþjónustunnar, sem eftir lagfæringar hyggjast afhenda hann knattspyrnudeild Hattar til eignar fyrir yngri flokka félagsins.

10.Sameiginleg húsnæðisáætlun fyrir Austurland

Málsnúmer 201706076

Farið yfir fund hjá Austurbrú, sem haldinn var um gerð húsnæðisáætlana á Austurlandi.
Lagt var upp með á þeim fundi að sveitarfélögin gerðu sínar húsnæðisáætlanir, sem síðan yrðu samræmdar í húsnæðisáætlun fyrir Austurland.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Skýra sýn ehf, á grundvelli tilboðs, um gerð húsnæðisáætlun fyrir Fljótsdalshérað. Verklok verði fyrir lok apríl.

Hér þurfti Sigrún Blöndal að fara af fundi.

11.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061

Lagt fram til kynningar.

12.Sveitarstjórnarkosningar 2018

Málsnúmer 201802042

Breytingarnar felast í því að námsmenn á Norðurlöndum þurfa nú að sækja um það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Um er að ræða sambærilegt fyrirkomulag og tíðkað er fyrir alþingiskosningar.

Lagt fram til kynningar.

13.Bæjarstjórnarbekkurinn 2018

Málsnúmer 201802029

Bæjarstjóra falið að koma öllum erindum sem fram komu á bæjarstjórnarbekknum til viðkomandi fagnefnda og starfsmanna.

14.Þingsályktunartillaga um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)

Málsnúmer 201802014

Bæjarráð veitir ekki umsögn um málið.

Fundi slitið - kl. 12:00.