Breytingarnar felast í því að námsmenn á Norðurlöndum þurfa nú að sækja um það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Um er að ræða sambærilegt fyrirkomulag og tíðkað er fyrir alþingiskosningar.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að leggja fram og undirrita kjörskrá þegar hún liggur fyrir, samkvæmt reglum þar um.
Bæjarráð leggur til að framboðsfundur verði haldinn í Egilsstaðaskóla mánudaginn 21. maí kl. 20:00. Bæjarstjóra falið að gera tillögu að fyrirkomulagi og senda á fulltrúa framboðanna.
Bæjarráð óskar eftir því að kannað verði hvort hægt verði að bjóða upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á bókasafninu, líkt og verið hefur undanfarandi kosningar, auk þess sem hægt verður að kjósa utan kjörfundar á sýsluskrifstofunni Lyngási 15.
Lagt fram til kynningar.