Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

427. fundur 14. maí 2018 kl. 09:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti drög að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir Fljótsdalshérað, en unnið hefur verið að því að uppfæra þetta m.a. miðað við núgildandi lög. Bæjarráð mun fara yfir drögin og taka þau síðan fyrir á næsta fundi sínum.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026

Í vinnslu.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir tillögu að rammaáætlun fyrir árið 2019 og bar útgjaldaramman saman við þann tekjuramma sem fyrir liggur og bæjarráð hefur farið yfir áður.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að rammaáætlun 2019.

4.Fundargerð 240. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201805074

Fundargerðin lögð fram.

5.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf. 2018

Málsnúmer 201804112

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Úttektir slökkviliða 2017

Málsnúmer 201804132

Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir erindi frá Mannvirkjastofnun, varðandi úttektir og áætlanir vegna slökkviliða á svæðinu og viðbrögð við þeim. Einnig veitti hann bæjarráðsmönnum ýmsar upplýsingar varðandi stöðu og starfsemi Brunavarna á Austurlandi.
Bæjarráð beinir því til stjórnar Brunavarna á Austurlandi að hún greini stöðu brunavarna á svæðinu með tilliti til erindis Mannvirkjastofnunar og fleiri þátta. Bæjarráð óskar eftir því að stjórnin skili samantekt um málið til aðildarsveitarfélaga.
Jafnframt vísar bæjarráð erindi frá fyrirtækinu Inspectionem ehf, sem kynnt var á fundinum, til stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

7.Tækjabúnaður fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201805024

Umræðu frestað til næsta fundar.

8.Umsögn IOGT um frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak

Málsnúmer 201805025

Lagt fram til kynningar.

9.Samstarfssamningur milli Lyftingafélags Austurlands og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803159

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning við Lyftingafélag Austurlands, eins og hann liggur fyrir fundinum.

10.Örnefnaskráning

Málsnúmer 201804062

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu, ásamt minnisblaði umhverfisfulltrúa, til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

11.Samþykktir ungmennaráðs.

Málsnúmer 201703054

Bylgja Borgþórsdóttir tómstunda- og forvarnarfulltrúi og starfsmaður ungmennaráðs mætti á fundin og fór yfir sýn fulltrúa ungmennaráðs á samþykktum fyrir ráðið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að nýjum samþykktum ungmennaráðs til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

12.Sveitarstjórnarkosningar 2018

Málsnúmer 201802042

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að leggja fram og undirrita kjörskrá þegar hún liggur fyrir, samkvæmt reglum þar um.

Bæjarráð leggur til að framboðsfundur verði haldinn í Egilsstaðaskóla mánudaginn 21. maí kl. 20:00. Bæjarstjóra falið að gera tillögu að fyrirkomulagi og senda á fulltrúa framboðanna.

Bæjarráð óskar eftir því að kannað verði hvort hægt verði að bjóða upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á bókasafninu, líkt og verið hefur undanfarandi kosningar, auk þess sem hægt verður að kjósa utan kjörfundar á sýsluskrifstofunni Lyngási 15.

Fundi slitið - kl. 12:30.