Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri komi til fundar með bæjarráði vegna þeirra athugasemda sem fram koma í úttekt Mannvirkjastofnunar og fari yfir hana og geri grein fyrir viðbrögðum.
Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir erindi frá Mannvirkjastofnun, varðandi úttektir og áætlanir vegna slökkviliða á svæðinu og viðbrögð við þeim. Einnig veitti hann bæjarráðsmönnum ýmsar upplýsingar varðandi stöðu og starfsemi Brunavarna á Austurlandi. Bæjarráð beinir því til stjórnar Brunavarna á Austurlandi að hún greini stöðu brunavarna á svæðinu með tilliti til erindis Mannvirkjastofnunar og fleiri þátta. Bæjarráð óskar eftir því að stjórnin skili samantekt um málið til aðildarsveitarfélaga. Jafnframt vísar bæjarráð erindi frá fyrirtækinu Inspectionem ehf, sem kynnt var á fundinum, til stjórnar Brunavarna á Austurlandi.