Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

426. fundur 07. maí 2018 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti tilboð um þátttöku í ritinu Ísland 2020, atvinnuhættir og menning. Bæjarráð samykkir að taka ekki þátt að þessu sinni.
Sameiginlegur framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 2018. Bæjarráð samþykkir að stefna að sameiginlegum framboðsfundi 22. eða 23 maí.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026

Í vinnslu.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir drög nefnda að fjárhagsáætlun 2019 og hvernig óskir og útfærsla nefndanna passar við frumdrög að rammaáætlun.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri munu síðan á næsta fundi leggja fram drög að rammaáætlun 2019.

4.Fundargerð 859. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201805023

Rætt um landsþing Sambandsins sem boðað er á Akureyri 26.-28. sept. Bæjarráð samþykkir að bókuð verði gisting fyrir aðalfundarfulltrúa sveitarfélagsins, en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2018

Málsnúmer 201804137

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Landbótasjóður 2018

Málsnúmer 201802012

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita viðauka við samning Landbótasjóðs og Landsvirkjunar, sem fjallar m.a. um framlög til uppgræðslustarfs vegna Kárahnjúkavirkjunar. Viðaukinn gildir til 5 ára.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

7.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Úttektir slökkviliða 2017

Málsnúmer 201804132

Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri komi til fundar með bæjarráði vegna þeirra athugasemda sem fram koma í úttekt Mannvirkjastofnunar og fari yfir hana og geri grein fyrir viðbrögðum.

9.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031

Lagt fram.

10.Ársfundur Alcoa Fjarðaásl og Landsvirkjunar 2018

Málsnúmer 201804175

Lagt fram fundarboð vegna ársfundar sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar, en fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði 8. maí kl. 14:00 til 18:00 og er öllum opinn.

11.Nýtt embætti sýslumannsins á Austurlandi

Málsnúmer 201409014

Bæjarráð hefur ítrekað komið á framfæri ábendinum um þjónustu sýslumannsembættisins á Egilsstöðum, bæði við Sýslumann og embættismenn dómsmálaráðuneytisins. Erindið gefur tilefni til að ítreka þær ábendingar og er bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

12.Starfshópur um búnað til fimleikaiðkunar í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201803150

Bæjarráð felur bæjarstjóra, ásamt atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúa að setjast niður með stjórn fimleikadeildarinnar og fara yfir erindi deildarinnar varðandi búnaðarkaup og uppgjör á milli aðila.

13.Tækjabúnaður fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201805024

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið og fór yfir þær útfærslur sem hann hefur velt upp, varðandi tölvubúnað fyrir bæjarfulltrúa.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar til frekari umræðu og ákvarðanatöku.

14.Frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl.(ókeypis lóðir)

Málsnúmer 201805029

Bæjarráð veitir ekki umsögn.

Fundi slitið - kl. 12:00.