Starfshópur um búnað til fimleikaiðkunar í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201803150

Íþrótta- og tómstundanefnd - 40. fundur - 04.04.2018

Fundargerð starfshóps um búnað til fimleikaiðkunar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að klára greinargerð upp úr fundargerðinni og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 41. fundur - 25.04.2018

Fyrir liggur greinargerð starfshóps um búnað til fimleikaiðkunar í Íþróttamiðstöð.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir greinargerð starfshópsins og vísar henni til bæjarráðs.

Nefndin leggur áherslu á að eignarhald grunnbúnaðar til fimleikaiðkunar og -keppni verði á höndum sveitarfélagsins. Þá leggur nefndin áherslu á að útistandandi skuld við fimleikadeild verði gerð upp um leið og sveitarfélagið tekur við búnaði deildarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 426. fundur - 07.05.2018

Bæjarráð felur bæjarstjóra, ásamt atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúa að setjast niður með stjórn fimleikadeildarinnar og fara yfir erindi deildarinnar varðandi búnaðarkaup og uppgjör á milli aðila.