Íþrótta- og tómstundanefnd

41. fundur 25. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:50 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn

Málsnúmer 201804111

Fyrir liggur erindi frá Stefáni Eyjólfssyni varðandi líkamsrækt í sveitarfélaginu og framtíðarsýn.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að boða bréfritara á næsta fund nefndarinnar til að ræða erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Styrktarbeiðni vegna Íslandsmeistaramóts í bogfimi

Málsnúmer 201804082

Fyrir liggur styrkbeiðni frá bogfimideild Skaust vegna Íslandsmeistaramóts í bogfimi sem fer fram á Fljótsdalshéraði sumarið 2018.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að bogfimideildin verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfshópur um búnað til fimleikaiðkunar í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201803150

Fyrir liggur greinargerð starfshóps um búnað til fimleikaiðkunar í Íþróttamiðstöð.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir greinargerð starfshópsins og vísar henni til bæjarráðs.

Nefndin leggur áherslu á að eignarhald grunnbúnaðar til fimleikaiðkunar og -keppni verði á höndum sveitarfélagsins. Þá leggur nefndin áherslu á að útistandandi skuld við fimleikadeild verði gerð upp um leið og sveitarfélagið tekur við búnaði deildarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar góðri samantekt um Selskóg.

Nefndin leggur áherslu á að svæðið verði nýtt til fjölbreyttrar útivistar og heilsueflingar. Nefndinni hugnast sviðsmynd 1 í greinargerðinni, með áherslu á að efla það svæði sem við höfum til umráða í dag áður en farið er í stækkun á svæðinu.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að koma ábendingum nefndarinnar vegna stefnumörkunar um Selskóg og nágrenni til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heilsueflandi samfélag - fundir stýrihóps

Málsnúmer 201804086

Fyrir liggur fundargerð stýrihóps Heilsueflandi samfélags til kynningar.

6.Umsögn til starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldishegðun

Málsnúmer 201804102

Opið er fyrir umsagnir til starfshóps á vegum UMFÍ um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldishegðun.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð samráðshóps um skíðasvæðið í Stafdal - 6. apríl 2018

Málsnúmer 201804110

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um skíðasvæðið í Stafdal frá 6. apríl 2018 til kynningar.

8.Fundargerð vallaráðs - 10. apríl 2018

Málsnúmer 201804109

Fyrir liggur fundargerð vallaráðs 10. apríl 2018 til kynningar.

9.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að koma ábendingum nefndarinnar til starfshópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Tuttugu ára afmæli Hróksins - heimsóknir í öll sveitarfélög á Íslandi

Málsnúmer 201804106

Fyrir liggur erindi frá skákfélaginu Hróknum, þar sem gert er grein fyrir starfi síðustu ára, greint frá heimsókn Hróksins í öll sveitarfélög árið 2018 og biðlað til sveitarfélaga um stuðning við starfsemi félagsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar erindið og þakkar skákfélaginu Hróknum fyrir frábært starf á síðustu árum.

Nefndin leggur til að Hrókurinn verði styrktur um kr. 25.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:50.