Stefán Þór Eyjólfsson sat fundinn undir þessum lið.
Erindið hefur verið í vinnslu á starfsári nefndarinnar. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði fyrirkomulag hóptíma á vegum Héraðsþreks og niðurstöður liggi fyrir um mitt næsta ár.
Fyrir liggur áframhaldandi umræða um málefni líkamsræktar í ÍÞE og framtíðarsýn, en nefndinni barst erindi frá Stefáni Eyjólfssyni árið 2018.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir þau sjónarmið að taka verði tillit til þeirrar starfsemi sem starfrækt er í sveitarfélaginu við skipulagningu tíma í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og Héraðsþreki. Nefndin telur þó ekki ástæðu til að gera breytingar á starfsemi Héraðsþreks að svo stöddu en hvetur forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar til að hafa þessi sjónarmið í huga.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að boða bréfritara á næsta fund nefndarinnar til að ræða erindið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.