Íþrótta- og tómstundanefnd

48. fundur 20. desember 2018 kl. 07:00 - 09:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Í upphafi fundar bar formaður upp ósk um að bæta við eftirfarandi máli: Húsbúnaðarkaup í félagsmiðstöðinni Nýung og verður það mál númer 1.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Húsbúnaðarkaup fyrir félagsmiðstöðina Nýung

Málsnúmer 201812111

Fyrir liggur að komið er að endurnýjun húsbúnaðar í félagsmiðstöðinni Nýung. Leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að færðir verði ónýttir fjármunir að fjárhæð kr 1.000.000 af lið 06-28 til hækkunar fjárheimildar á lið 06-31 svo hægt sé að koma til móts við þarfir félagsmiðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201712120

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til fyrirliggjandi drög að samningum við eftirfarandi íþróttafélög verði endurnýjaðir:
Íþróttafélagið Hött, Ungmennafélagið Þrist, Skíðafélagið í Stafdal, Lyftingafélag Austurlands, Akstursíþróttafélagið Start, Golfklúbb Fljótsdalshéraðs og bogfimideild Skotveiðifélags Austurlands.

Leggur nefndin til að gerðir verði tveggja ára samningar við ofangreind félög í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2019.

Í nýjum samningum leggur íþrótta- og tómstundanefnd áherslu á að þau íþrótta- og tómstundafélög sem njóta stuðnings sveitarfélagsins vinni eftir skýrum stefnum og áætlunum hvað varðar forvarnir gegn m.a. kynferðisofbeldi, einelti og hvers konar ofbeldi. Sveitarfélagið styðji félögin í þessari vinnu með samstarfi um námskeið og fræðslu, aðgengi að ráðgjöf o.s.frv.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Greinargerðir íþróttafélaga 2018

Málsnúmer 201812062

Fyrir liggja greinargerðir þeirra íþróttafélaga sem skilað hafa slíkum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn

Málsnúmer 201804111

Stefán Þór Eyjólfsson sat fundinn undir þessum lið.

Erindið hefur verið í vinnslu á starfsári nefndarinnar. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði fyrirkomulag hóptíma á vegum Héraðsþreks og niðurstöður liggi fyrir um mitt næsta ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Stefán Þór Eyjólfsson - mæting: 08:00

Fundi slitið - kl. 09:00.