Fyrir liggur að komið er að endurnýjun húsbúnaðar í félagsmiðstöðinni Nýung. Leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að færðir verði ónýttir fjármunir að fjárhæð kr 1.000.000 af lið 06-28 til hækkunar fjárheimildar á lið 06-31 svo hægt sé að koma til móts við þarfir félagsmiðstöðvarinnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til fyrirliggjandi drög að samningum við eftirfarandi íþróttafélög verði endurnýjaðir: Íþróttafélagið Hött, Ungmennafélagið Þrist, Skíðafélagið í Stafdal, Lyftingafélag Austurlands, Akstursíþróttafélagið Start, Golfklúbb Fljótsdalshéraðs og bogfimideild Skotveiðifélags Austurlands.
Leggur nefndin til að gerðir verði tveggja ára samningar við ofangreind félög í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2019.
Í nýjum samningum leggur íþrótta- og tómstundanefnd áherslu á að þau íþrótta- og tómstundafélög sem njóta stuðnings sveitarfélagsins vinni eftir skýrum stefnum og áætlunum hvað varðar forvarnir gegn m.a. kynferðisofbeldi, einelti og hvers konar ofbeldi. Sveitarfélagið styðji félögin í þessari vinnu með samstarfi um námskeið og fræðslu, aðgengi að ráðgjöf o.s.frv.
Stefán Þór Eyjólfsson sat fundinn undir þessum lið.
Erindið hefur verið í vinnslu á starfsári nefndarinnar. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði fyrirkomulag hóptíma á vegum Héraðsþreks og niðurstöður liggi fyrir um mitt næsta ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.