Íþrótta- og tómstundanefnd

57. fundur 28. nóvember 2019 kl. 07:00 - 09:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Ósk um endurskoðun gjaldskrárhækkunar og afnám hjónakorta Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201910177

Fyrir liggur að leiðrétta málsaðila.

Fyrir mistök var Þórdís Kristvinsdóttir skráður málsaðili en réttur málsaðili á að vera Gauti Brynjólfsson.

Íþrótta- og tómstundanefnd staðfestir leiðréttinguna.

2.Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Egilsstöðum

Málsnúmer 201305168

Undir þessum lið sat Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, og fór yfir ýmsar upplýsingar varðandi rekstur miðstöðvarinnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Kareni kærlega fyrir komuna og þær upplýsingar sem hún veitti.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá sem snúa eingöngu að því að frá og með 1. janúar 2020 sé frítt í Héraðsþrek og sund fyrir eldri borgara og frítt í sund fyrir börn upp að 18 ára aldri. Gildir það fyrir íbúa á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2020

Málsnúmer 201910176

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um gjaldfrjálsan tíma í Héraðsþreki fyrir eldri borgara

Málsnúmer 201911022

Fyrir liggur erindi frá Gísla Agnari Bjarnasyni þar sem hann leggur fram ósk um að eldri borgarar fái gjaldfrjálsa tíma í Héraðsþreki.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Gísla fyrir erindið og vísar til bókunar máls nr. 201305168.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201905099

Fyrir liggja breytingar á reglum um viðurkenningu fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs.

Í ljósi tilnefninga sem bárust frá íþróttafélögum telur íþrótta- og tómstundanefnd mikilvægt að endurskoða reglurnar og rýmka aldurstakmark þeirra sem tilnefndir geta verið. Vonast nefndin til þess að þessar breytingar verði til þess að tilnefningar berist frá fleiri félögum og deildum.

Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íþróttafélög og deildir til að tilnefna íþróttafólk til viðbótar við þær tilnefningar sem þegar hafa borist, með tilliti til breyttra reglna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Íþróttaaðstaða í sameinuðu sveitarfélagi

Málsnúmer 201911097

Fyrir liggja upplýsingar um íþróttasvæði og -aðstöðu í nýju, sameinuðu sveitarfélagi.

7.Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn

Málsnúmer 201804111

Fyrir liggur áframhaldandi umræða um málefni líkamsræktar í ÍÞE og framtíðarsýn, en nefndinni barst erindi frá Stefáni Eyjólfssyni árið 2018.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir þau sjónarmið að taka verði tillit til þeirrar starfsemi sem starfrækt er í sveitarfélaginu við skipulagningu tíma í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og Héraðsþreki. Nefndin telur þó ekki ástæðu til að gera breytingar á starfsemi Héraðsþreks að svo stöddu en hvetur forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar til að hafa þessi sjónarmið í huga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002

Fyrir liggja yfirfarnar reglur um tómstundaframlag Fljótsdalshéraðs til viðbótar við bókun ungmennaráðs frá 6. nóvember 2019.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tíðavörur í skóla og félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 201910192

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs frá 6. nóvember 2019 vegna tíðavara í grunnskólum og félagsmiðstöðvum.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar tillögu ungmennaráðs um að grunnskólar á Fljótsdalshéraði, auk félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og Vegahússins ungmennahúss hafi til boða tíðavörur á salernum. Jafnframt verði reynt að velja umhverfisvænasta kostinn í því.

Starfsmanni falið að koma tillögunni til forráðamanna þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Eftirlitsskýrsla HAUST - Fellavöllur

Málsnúmer 201911073

Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla HAUST fyrir Fellavöll.

Fundi slitið - kl. 09:00.