Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að frá og með 2019 standi sveitarfélagið fyrir kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs til að gera hátt undir höfði því góða starfi sem unnið er í íþrótta- og heilsueflingarmálum í sveitarfélaginu.
Fyrir liggja reglur um hvernig staðið skuli að kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.
Fyrir liggja breytingar á reglum um viðurkenningu fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs.
Í ljósi tilnefninga sem bárust frá íþróttafélögum telur íþrótta- og tómstundanefnd mikilvægt að endurskoða reglurnar og rýmka aldurstakmark þeirra sem tilnefndir geta verið. Vonast nefndin til þess að þessar breytingar verði til þess að tilnefningar berist frá fleiri félögum og deildum.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íþróttafélög og deildir til að tilnefna íþróttafólk til viðbótar við þær tilnefningar sem þegar hafa borist, með tilliti til breyttra reglna.
Fyrir liggja tilnefningar frá félögum vegna íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar kærlega fyrir þær fjölmörgu tilnefningar sem nefndinni bárust. Það er gleðiefni hversu mörgu hæfileikaríku íþróttafólki sveitarfélagið státar af.
Íþrótta- og tómstundanefnd tilnefnir þrjár konur og þrjá karla sem íbúar í sveitarfélaginu geta kosið á milli á heimasíðu Fljótsdalshéraðs frá 23. desember til og með 10. janúar.
Afhending viðurkenninga fyrir íþróttafólk ársins fer fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi ársins 2020, þann 15. janúar.
Fyrir liggja umræður um viðurkenningu íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.
Leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að í stað íþróttafólks Fljótsdalshéraðs verði viðurkenningin útfærð með nýtt sveitarfélag í huga og allt svæðið því undir þegar tilnefna og verðlauna skal íþróttafólk fyrir árið 2020.
Leggur nefndin til að starfsmaður útfæri reglurnar þannig að hægt sé að leggja þær fyrir fyrsta fund nýrrar nefndar í haust.
Fyrir liggja reglur um hvernig staðið skuli að kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.