Íþrótta- og tómstundanefnd

53. fundur 20. maí 2019 kl. 07:00 - 08:10 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Ungt fólk 2019 - niðurstöður Rannsókna og greiningar á notkun vímuefna í 8.-10. bekk

Málsnúmer 201905100

Fyrir liggja til kynningar niðurstöður rannsóknar á notkun vímuefna í 8.-10. bekk sem Rannsóknir og greining gera árlega.

2.Viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201905099

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að frá og með 2019 standi sveitarfélagið fyrir kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs til að gera hátt undir höfði því góða starfi sem unnið er í íþrótta- og heilsueflingarmálum í sveitarfélaginu.

Fyrir liggja reglur um hvernig staðið skuli að kjöri íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Hjólreiðastígar og utanvegahlaup á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201905108

Í ljósi aukins áhuga íbúa og ferðafólks á útivist og heilsueflandi lífstíl telur íþrótta- og tómstundanefnd nauðsynlegt að farið sé í greiningu á því hvaða stígar og svæði henta vel til göngu-, hlaupa- og hjólreiða og mætti markaðssetja sem slíka.

Nefndin beinir því til bæði atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar að farið verði í slíka vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Snjómokstur og snjóhreinsun á gangstéttum og göngustígum

Málsnúmer 201905107

Með vísan í heilsueflandi samfélag og niðurstöður ungmennaþings leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að snjómokstur og -hreinsun á gangstéttum, göngustígum og þeim leiðum sem auðvelda gangandi og hjólandi að komast ferða sinna verði sett í forgang frá og með haustinu 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Mál frá ungmennaþingi 2019

Málsnúmer 201905101

Lögð fram til kynningar mál frá ungmennaþingi 2019.

6.Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum

Málsnúmer 201905097

Lögð fram til kynningar stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum. Stefnan sem nú er sett fram er sameiginleg stefnumótun þeirra aðila sem bera ábyrgð á málaflokknum, sem eru ríkið, sveitarfélögin og íþróttahreyfingin.

7.Hreyfivika 2019

Málsnúmer 201905098

Lögð fram til kynningar dagskrá Hreyfiviku á Fljótsdalshéraði 2019.

8.Sumarfjör á Héraði 2019

Málsnúmer 201905109

Fyrir liggur til kynningar íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði sumarið 2019.
Stefnt er að því að gefa út bækling með þessum upplýsingum á íslensku, ensku og pólsku fljótlega.

Fundi slitið - kl. 08:10.