Hjólreiðastígar og utanvegahlaup á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201905108

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 53. fundur - 20.05.2019

Í ljósi aukins áhuga íbúa og ferðafólks á útivist og heilsueflandi lífstíl telur íþrótta- og tómstundanefnd nauðsynlegt að farið sé í greiningu á því hvaða stígar og svæði henta vel til göngu-, hlaupa- og hjólreiða og mætti markaðssetja sem slíka.

Nefndin beinir því til bæði atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar að farið verði í slíka vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 55. fundur - 30.09.2019

Fyrir liggur áframhaldandi umræða um hjólreiðastíga og utanvegahlaup á Fljótsdalshéraði

Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 5. júní 2019:
Í ljósi aukins áhuga íbúa og ferðafólks á útivist og heilsueflandi lífstíl tekur bæjarstjórn undir með íþrótta- og tómstundanefnd og telur rétt að farið verði í greiningu á því hvaða stígar og svæði henta vel til göngu, hlaupa og hjólreiða og mætti kynna sem slíka. Bæjarstjórn felur íþrótta- og tómstundanefnd að vinna áfram að málinu, taka saman upplýsingar og gera tillögu að því hvernig skipuleggja megi verkefnið.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.