Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2020. Jafnframt liggja fyrir áætlanir frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur jafnframt til að frítt verði fyrir eldri borgara í Héraðsþrek og sund frá og með áramótum.
Þá leggur nefndin til að fjárhagsrammi hennar verði víkkaður þannig að hægt verði að tvöfalda tómstundaframlag sveitarfélagsins, úr 15000 krónum í 30000 krónur, fyrir árið 2020 og útvíkka aldursramma framlagsins fram að 18. afmælisdegi hvers barns.
Fyrir liggur erindi varðandi frístundastyrki sveitarfélagsins sem barst frá Heiðdísi Ragnarsdóttur í Samfélagssmiðjunni Miðvangi 31 þann 29. ágúst 2019.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Heiðdísi fyrir erindið og vísar í bókun vegna fjárhagsáætlunar en þar kemur fram að nefndin leggur til tvöföldun á tómstundaframlagi næsta árs og hækkun aldurs í 18 ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.Hjólreiðastígar og utanvegahlaup á Fljótsdalshéraði
Fyrir liggur áframhaldandi umræða um hjólreiðastíga og utanvegahlaup á Fljótsdalshéraði
Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 5. júní 2019: Í ljósi aukins áhuga íbúa og ferðafólks á útivist og heilsueflandi lífstíl tekur bæjarstjórn undir með íþrótta- og tómstundanefnd og telur rétt að farið verði í greiningu á því hvaða stígar og svæði henta vel til göngu, hlaupa og hjólreiða og mætti kynna sem slíka. Bæjarstjórn felur íþrótta- og tómstundanefnd að vinna áfram að málinu, taka saman upplýsingar og gera tillögu að því hvernig skipuleggja megi verkefnið.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í kosningu um sameiningu sveitarfélaga og hvetur bæjarstjórn til að tryggja gott aðgengi allra að kjörstað og minna á atkvæðagreiðslu utankjörfundar á Bókasafni Héraðsbúa, í ljósi þess að kosning ber upp á sama tíma og haustfrí grunnskóla á Fljótsdalshéraði.
Þá hvetur nefndin ungt fólk í sveitarfélaginu til að kynna sér málið, mynda sér skoðun og mæta á kjörstað.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur jafnframt til að frítt verði fyrir eldri borgara í Héraðsþrek og sund frá og með áramótum.
Þá leggur nefndin til að fjárhagsrammi hennar verði víkkaður þannig að hægt verði að tvöfalda tómstundaframlag sveitarfélagsins, úr 15000 krónum í 30000 krónur, fyrir árið 2020 og útvíkka aldursramma framlagsins fram að 18. afmælisdegi hvers barns.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.