Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2020

Málsnúmer 201903185

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 52. fundur - 02.05.2019

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2020 ásamt gögnum frá forstöðumönnum sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti meðfylgjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 54. fundur - 22.08.2019

Umræða um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2020.

Gert verði ráð fyrir að á næsta fundi nefndarinnar mæti á fundinn forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 55. fundur - 30.09.2019

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2020. Jafnframt liggja fyrir áætlanir frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur jafnframt til að frítt verði fyrir eldri borgara í Héraðsþrek og sund frá og með áramótum.

Þá leggur nefndin til að fjárhagsrammi hennar verði víkkaður þannig að hægt verði að tvöfalda tómstundaframlag sveitarfélagsins, úr 15000 krónum í 30000 krónur, fyrir árið 2020 og útvíkka aldursramma framlagsins fram að 18. afmælisdegi hvers barns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Árni Pálsson - mæting: 07:45
  • Guðjón Hilmarsson - mæting: 07:10