Íþrótta- og tómstundanefnd

52. fundur 02. maí 2019 kl. 07:00 - 08:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Frístund með aðstöðu í Nýung

Málsnúmer 201904187Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir þess efnis að Frístund, sem hingað til hefur verið rekin í Egilsstaðaskóla, hafi aðstöðu að hluta til í Nýung veturinn 2019-2020.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að haft verði samráð við ungmennaráð og félagsmiðstöðvarráð varðandi málið og skoðanir notenda félagsmiðstöðvarinnar Nýungar hafðar að leiðarljósi.

Ef af verður þarf að vera fullvissa um að starfsemi Nýungar skerðist ekki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2020

Málsnúmer 201903185Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2020 ásamt gögnum frá forstöðumönnum sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti meðfylgjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 201809104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykkt starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019.

Áætlunin rædd og yfirfarin.

4.Skilti við íþróttamannvirki

Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir að skiltum til að koma upp við íþróttamannvirki á Fljótsdalshéraði.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að klára að vinna og koma upp skiltum við íþróttamannvirki og á íþróttasvæðum í sveitarfélaginu í samvinnu við forstöðufólk og áhaldahús. Um er að ræða Vilhjálmsvöll og vallarhús, Fellavöll og vallarhús, íþróttahúsið í Fellabæ, Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, sparkvelli í eigu Fljótsdalshéraðs og útikörfuboltavöll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Styrkir íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 201904113Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um styrki íþrótta- og tómstundanefndar sem auglýstir voru til umsóknar í mars með umsóknarfresti til og með 15. apríl 2019.

Alls bárust fimm umsóknir um styrki.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Sumarnámskeið félagsmiðstöðvarinnar Nýungar, kr. 200.000
- Forvarnadagur á Héraði, umsækjandi félagsmiðstöðin Nýung, kr. 250.000
- Æskulýðsstarf Freyfaxa, umsækjandi Ellen Thamdrup, kr. 200.000
- Götuhjólreiðar, umsækjandi Umf. Þristur, kr. 200.000
- Styrkur til IronMan keppanda Fljótsdalshéraðs, umsækjandi Svanhvít Antonsdóttir, kr.30.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ungt fólk og lýðræði 2019

Málsnúmer 201901128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kynning á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var í Borgarnesi 10.-12. apríl 2019. Ráðstefnuna sóttu tveir fulltrúar ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.

7.Fundargerð vallaráðs - 28.03.2019

Málsnúmer 201903184Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð vallaráðs frá 28. mars 2019.

8.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201608074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur endurskoðun reglna um hreyfi- og heilsueflingarstyrki fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglurnar verði útvíkkaðar frá byrjun árs 2020 að styrkurinn gildi einnig til kaupa á tækjum og búnaði, gegn framvísun kvittunar.

Að öðru leyti verði reglurnar óbreyttar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Eftirlitsskýrsla HAUST - Nýung

Málsnúmer 201903081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar eftirlitsskýrsla HAUST fyrir félagsmiðstöðina Nýung.

10.Úttektir á brunaviðvörunar- og öryggiskerfum - Nýjung

Málsnúmer 201904129Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar úttektir á brunaviðvörunar- og öryggiskerfum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar.

11.Úttektir á brunaviðvörunar- og öryggiskerfum - Hettan Vilhjálmsvöllur

Málsnúmer 201904130Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar úttektir á brunaviðvörunar- og öryggiskerfum Hettunnar, vallarhúss.

12.Austfjarðatröllið 2019

Málsnúmer 201904176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Ver Magnússyni þar sem óskað er eftir styrk til að halda keppnina Austfjarðatröllið árið 2019.

Íþrótta- og tómstundanefnd hafnar beiðninni og bendir á að úthlutun styrkja nefndarinnar fer fram í apríl og október í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins. Hvetur nefndin umsækjanda til að sækja um aftur í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 08:45.