Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201608074

Íþrótta- og tómstundanefnd - 23. fundur - 24.08.2016

Fyrir liggja drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs. Málið hefur áður verið á dagskrá sbr. málsnúmer 201510014 og 201605138.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk að öðru leyti en efnisgrein fjögur er varðar kjörna fulltrúa, sem lagt er til að falli út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Fyrir liggja drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs. Málið hefur áður verið á dagskrá sbr. málsnúmer 201510014 og 201605138.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk óbreytt

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (ABH)

Íþrótta- og tómstundanefnd - 33. fundur - 16.08.2017

Fyrir liggur tölvupóstur frá starfsmanni Fellaskóla með ósk starfsmanna skólans um að sveitarfélagið endurskoði hreyfi-og heilsueflingarstyrk til starfsmanna sinna sem komið var á í upphafi árs.

Íþrótta- og tómstundanefnd bendir á að hreyfi- og heilsueflingarstyrkir til starfsmanna Fljótsdalshéraðs eru til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018 en skv. reglum samþykktum af bæjarstjórn þann 18. janúar 2017 greiðist nú árlegur hreyfi- og heilsueflingarstyrkur til starfsfólks sveitarfélagsins, að upphæð 25.000 krónur. Því miður láðist að uppfæra starfsmannastefnu sveitarfélagsins á heimasíðu þess til samræmis við þessar reglur, en það hefur nú verið gert.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að svara fyrirspurninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 52. fundur - 02.05.2019

Fyrir liggur endurskoðun reglna um hreyfi- og heilsueflingarstyrki fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglurnar verði útvíkkaðar frá byrjun árs 2020 að styrkurinn gildi einnig til kaupa á tækjum og búnaði, gegn framvísun kvittunar.

Að öðru leyti verði reglurnar óbreyttar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 59. fundur - 23.01.2020

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi breytingar á reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 64. fundur - 20.08.2020

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til samþykktar fyrirliggjandi drög að nýjum reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.