Íþrótta- og tómstundanefnd

33. fundur 16. ágúst 2017 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einu máli sem eru: Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs og verður hann númer 1.

1.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201608074

Fyrir liggur tölvupóstur frá starfsmanni Fellaskóla með ósk starfsmanna skólans um að sveitarfélagið endurskoði hreyfi-og heilsueflingarstyrk til starfsmanna sinna sem komið var á í upphafi árs.

Íþrótta- og tómstundanefnd bendir á að hreyfi- og heilsueflingarstyrkir til starfsmanna Fljótsdalshéraðs eru til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018 en skv. reglum samþykktum af bæjarstjórn þann 18. janúar 2017 greiðist nú árlegur hreyfi- og heilsueflingarstyrkur til starfsfólks sveitarfélagsins, að upphæð 25.000 krónur. Því miður láðist að uppfæra starfsmannastefnu sveitarfélagsins á heimasíðu þess til samræmis við þessar reglur, en það hefur nú verið gert.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að svara fyrirspurninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Styrktarsjóður EBÍ 2017

Málsnúmer 201702145

Fyrir liggur styrkur að upphæð 350.000 kr. frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands (EBÍ) til Fljótsdalshéraðs, en styrkurinn er veittur til uppbyggingar heilsustígs í Selskógi.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar EBÍ fyrir styrkinn og mun áfram vinna að framgangi málsins í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdanefnd, í samræmi við mál nr. 201408077 og bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 10. september 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Leiktæki í sundlaugar

Málsnúmer 201706065

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 1. júní 2017, undir heitinu "Wibit braut í sundlaugina".

Íþrótta- og tómstundanefnd beinir erindinu til forstöðuaðila Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, sem sér um innkaup á búnaði og leiktækjum sem hæfa stærð sundlaugarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Tour de Ormurinn 2017, beiðni um styrk

Málsnúmer 201706077

Fyrir liggur styrkbeiðni frá UÍA, dagsett 14. júní 2017, vegna hjólreiðakeppninnar Tour de Ormurinn.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að UÍA verði styrkt vegna hjólreiðakeppninnar um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0689. Jafnframt óskar nefndin UÍA og Austurför til hamingju með framkvæmd keppninnar í ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samningur um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201706084

Fyrir liggur undirritaður samningur um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundur í samráðsnefnd um skíðasvæðið í Stafdal 14.júní 2017

Málsnúmer 201706075

Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

7.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081

Lögð fram drög samnings á milli líkamsræktarstöðvanna Héraðsþreks og CrossFit Austur um samstarf á milli stöðvanna.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að skref séu tekin í átt að auknu samstarfi líkamsræktarstöðvanna tveggja og leggur til að samningurinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Nafn á heimavöll KKD Hattar

Málsnúmer 201708039

Fyrir liggur erindi frá Körfuknattleiksdeild Hattar vegna nafns á heimavöll meistaraflokks Hattar í körfuknattleik, en beðið er um að Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum verði kölluð Brauð og co. höllin í tengslum við heimaleiki liðsins í Domino's deildinni keppnistímabilið 2017-2018. Einnig liggur fyrir afstaða aðalstjórnar Íþróttafélagsins Hattar sem lýsir yfir stuðningi við erindið.

Íþrótta- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi samningsdrög á milli Hattar og Brauð og co. þar sem um skammtíma samning er að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018

Málsnúmer 201704016

Fyrir liggja drög að ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 sem samþykktur var í bæjarráði 19. júní 2017.

Í vinnslu og tekið fyrir á næsta fundi. Óskað er eftir að forstöðumenn sem undir nefndina heyra mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201403005

Unglingalandsmót UMFÍ 2017 var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og tókst vel til.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegt og vel heppnað mót og fagnar því að mögulegt sé að halda stórmót eins og Unglingalandsmót UMFÍ í sveitarfélaginu. Jafnframt beinir nefndin því til Mennta- og menningarmálaráðuneytis að fjárframlög til sveitarfélaga séu a.m.k. í samræmi við kostnað við mótahald.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.