Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018

Málsnúmer 201704016

Íþrótta- og tómstundanefnd - 31. fundur - 24.05.2017

Til umfjöllunar er fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2018. Jafnframt liggja fyrir áætlanir forstöðumanna stofnana sem undir nefndina heyra.
Fjárhagsáætlunin er í vinnslu og tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Jafnframt verða forstöðumenn stofnana boðaðir á fund.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 32. fundur - 29.05.2017

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun sem voru til umfjöllunar á síðasta fundi nefndarinnar en láðist þá að vísa til bæjarráðs.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að fjárhagsáætlun fyrir 2018 til bæjarráðs. Gert er ráð fyrir að forstöðumenn stofnana sem undir hana heyra mæti á fund nefndarinnar í haust þegar áætlun verður tekin upp aftur.

Samþykkt samhljóða á símafundi.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 33. fundur - 16.08.2017

Fyrir liggja drög að ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 sem samþykktur var í bæjarráði 19. júní 2017.

Í vinnslu og tekið fyrir á næsta fundi. Óskað er eftir að forstöðumenn sem undir nefndina heyra mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 34. fundur - 13.09.2017

Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018 til umræðu.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 35. fundur - 11.10.2017

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir áætlanir frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2018 og vísar henni til bæjarstjórnar, en leggur jafnframt til að leitað verði leiða til að bæta við ramma fjárhagsáætlunar nefndarinnar þannig að mögulegt verði að mæta óskum um frístundastyrki fyrir börn 6-18 ára á Fljótsdalshéraði.

Jafnframt liggur fyrir viðhalds- og framkvæmdaáætlun stofnana sem heyra undir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.