Íþrótta- og tómstundanefnd

31. fundur 24. maí 2017 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála

1.Aðalfundur SSA 2017

Málsnúmer 201705045Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir tillögum og málum til umfjöllunar á aðalfundi SSA sem verður haldinn 29. til 30. september næstkomandi.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að málefni Heilsueflandi samfélaga verði rædd og leggur til víðtæka samvinnu sveitarfélaga á Austurlandi um þá stefnu.
Einnig að SSA ræði ferðakostnað vegna keppnisferða íþróttafélaga á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Körfuknattleiksdeild Hattar vegna útikörfuboltavallar á Egilsstöðum ásamt hugmynd að útfærslu og kostnaðaráætlun.
Erindi Körfuknattleiksdeildar hefur verið vísað af bæjarráði til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar jákvæðum viðbrögðum bæjarráðs við erindinu og leggur áherslu á mikilvægi þess að gera skipulagðri íþróttastarfsemi hátt undir höfði. Þá telur nefndin staðsetningu vallarins skv. erindinu, á svæði milli skóla og íþróttamiðstöðvar, kjörna til þess að efla reitinn sem miðstöð fjölbreyttrar íþróttaiðkunar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Urriðavatnssund/umsókn um styrk

Málsnúmer 201705093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um styrk vegna Urriðavatnssunds 2017.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði að lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018

Málsnúmer 201704016Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2018. Jafnframt liggja fyrir áætlanir forstöðumanna stofnana sem undir nefndina heyra.
Fjárhagsáætlunin er í vinnslu og tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Jafnframt verða forstöðumenn stofnana boðaðir á fund.

5.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gengið verði til samnings við CrossFit Austur um samstarf á milli líkamsræktarstöðvarinnar og Héraðsþreks.
Starfsmanni falið að klára málið í samráði við forsvarsaðila Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og CrossFit Austur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa.

Málsnúmer 201604165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa ásamt starfsskýrslu æskulýðsnefndar fyrir 2016.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Freyfaxi verði styrkur um kr. 150.000 vegna æskulýðsstarfsemi sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tjarnarbrautarreitur - breyting á deiliskipulagi, íþróttahús

Málsnúmer 201703038Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar breyting á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreitar vegna viðbyggingar við Íþróttamiðstöð.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu en beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að huga vel að aðgengi fatlaðra, sem og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur að íþróttamannvirkjunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ferð verkefnastjóra íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála til Eistlands á vegum FÍÆT og á aðalfund FÍÆT.

Málsnúmer 201705118Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.