Aðalfundur SSA 2017

Málsnúmer 201705045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 385. fundur - 15.05.2017

Lagður fram tölvupóstur frá verkefnastjóra sveitarstjórnarmála hjá SSA. Þar er óskað eftir málum, sem sveitarstjórnir vilja setja á dagskrá aðalfundar SSA sem verður haldinn 29. til 30. september næstkomandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til nefnda sveitarfélagsins og óska ertir tillögum og málum til umfjöllunar á aðalfundinum.
Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að tillögur frá nefndum berist bæjarráði fyrir sumarleyfi nefnda.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 31. fundur - 24.05.2017

Bæjarráð óskar eftir tillögum og málum til umfjöllunar á aðalfundi SSA sem verður haldinn 29. til 30. september næstkomandi.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að málefni Heilsueflandi samfélaga verði rædd og leggur til víðtæka samvinnu sveitarfélaga á Austurlandi um þá stefnu.
Einnig að SSA ræði ferðakostnað vegna keppnisferða íþróttafélaga á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lagt er fyrir nefndina bréf verkefnastjóra sveitarstjórnarmála, Björg Björnsdóttur.
Óskað er eftir tillögum/málefnum sem taka ætti til umræðu og afgreiðslu í nefndum aðalfundar SSA sem fram fer dagana 29-30. september nk. Allar tillögur sem inn koma verða lagðar fyrir nefndir á aðalfundi SSA til afgreiðslu. Leitað er eftir málum sem geta haft jákvæð áhrif á byggðarþróun á Austurlandi s.s. menningar-, atvinnu-, fræðslu-, samgöngu- og byggðamál almennt.

Frestað.

Atvinnu- og menningarnefnd - 54. fundur - 29.05.2017

Lagður fram tölvupóstur frá verkefnastjóra sveitarstjórnarmála hjá SSA. Þar er óskað eftir málum, sem sveitarstjórnir vilja setja á dagskrá aðalfundar SSA sem verður haldinn 29. til 30. september næstkomandi.

Á fundi bæjarráðs 15. maí 2017, var samþykkt að vísa erindinu til nefnda sveitarfélagsins og óskað eftir tillögum og málum til umfjöllunar á aðalfundinum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að málefni landbúnaðar og matvælaframleiðslu verði rædd á aðalfundi SSA. Einnig jöfnun eldsneytisverðs á innanlandsflugvöllum, húsnæðismál, heilbrigðismál og samningur sveitarfélaga um menningarmál og menningarmiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 31.05.2017

Bæjarráð óskar eftir tillögum og málum til umfjöllunar á aðalfundi SSA sem verður haldinn 29. til 30. september næstkomandi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að staða geðheilbrigðismála á Austurlandi verði rædd á aðalfundi SSA, ekki síst í ljósi aukins kvíða og vanlíðan stúlkna og sjálfsvígstíðni ungra karlmanna. Þá óskar Ungmennaráð eftir því að aðalfundur SSA ræði aukna möguleika á háskólanámi á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 251. fundur - 13.06.2017

Fræðslunefnd leggur til að aðalfundur SSA 2017 taki stoðþjónustu leik- og grunnskóla í fjórðungnum til umfjöllunar með það að markmiði að efla þjónustuna. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að ræddar verði leiðir til að auka þau úrræði sem skólastofnunum, nemendum og forráðamönnum standa til boða og að unnið verði að því að útiloka "grá svæði" milli skólanna og heilbrigðisþjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 389. fundur - 19.06.2017

Lagðar fram tillögur fræðslunefndar, ungmennaráðs, atvinnu- og menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefnar um málefni sem æskilegt væri að taka til umræðu og afgreiðslu á aðalfundi SSA sem fer fram dagana 29.-30. september nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð mun taka saman þá punkta sem borist hafa frá nefndum sveitarfélagsins og móta þær í það horf sem hentar fyrir aðlafund SSA. Málið verður áfram á dagskrá funda bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.Náttúruverndarnefnd - 7. fundur - 19.06.2017

Náttúruverndarnefnd felur starfsmanni að vinna drög að ályktun sem snýr að náttúru- og landvernd á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 404. fundur - 30.10.2017

Lagðar fram ályktanir aðalfundar SSA 2017.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að flokka ályktanirnar eftir efni þeirra og senda þær síðan til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar og upplýsinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.