Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Nanna Hjálmþórsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-5. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Elínborg Valsdóttir og Helena Rós Einarsdóttir mættu á fundinn undir liðum 3-5. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir mættu á fundinn undir liðum 4-6. Skólastjórnendur mættu á fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnun sérstaklega.
Lögð fram drög af stefnu skólamötuneytisins. Fræðslustjóra falið að senda drögin til umsagnar hjá þeim stofnunum sem fá máltíðir frá mötuneytinu. Stefnan kemur síðan til endanlegrar afgreiðslu í nefndinni. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á tónlistargjöldum frá og með skólaárinu 2017-2018 um 5%. Gert er ráð fyrir 50% álagi á skólagjöld fyrir fullorðna nemendur.
Erindi frá foreldraráði leikskólanna um tengingu systkinaafsláttar milli leikskóla og skólafrístundar vísað til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar í haust.
Fjárhagsáætlun fræðslusviðs að öðru leyti vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.