Atvinnu- og menningarnefnd

54. fundur 29. maí 2017 kl. 17:00 - 20:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Björnsdóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál yrði tekið fyrir á fundinum og er það númer 11.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafn

Málsnúmer 201705051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 8. maí frá Þjóðskjalasafni Íslands ásamt drögum að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna, til umsagnar.

Á fundinn undir þessum lið mætti Bára Stefánsdóttir forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að útfært verði betur hvernig með rafræn skil gagna og varðveislu þeirra verði farið, sbr. 8. tl. 3. greinar, þar sem hvorki liggur fyrir hver útfærsla né kostnaður vegna þessa verður.

Þá leggur nefndin áherslu á að betur verði skilgreint í 6. grein hvaða gögn Þjóðskjalasafnið megi taka til varðveislu leggist héraðskjalasafn í vanhirðu og hvort þar sé ekki aðeins um að ræða gögn frá afhendingarskyldum aðilum, en ekki einkasöfn.

Í 7. grein reglugerðardraganna er talað um að söfn skuli njóta styrks samkvæmt ákvörðun ráðherra. Nefndin leggur áherslu á héraðskjalasöfnum sé tryggt rekstrarframlag frá ríkinu á hverju ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

Málsnúmer 201704015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.
Á fundinn undir þessum lið mættu Bára Stefánsdóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra. Jóhanna Hafliðadóttir boðaði forföll vegna fjarveru.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2018 og vísar henni til bæjarráðs.

Jafnframt samþykkir nefndin fyrirliggjandi drög að viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018 og vísar henni henni til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Menningarstefna, menningaruppeldi

Málsnúmer 201705078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt vinnufundar sem haldinn var 27. apríl 2017 með fulltrúum stofnana sveitarfélagsins um þær leiðir menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem fjalla um menningaruppeldi. Tilgangur fundarins var að ræða og útfæra nánar þau markmið og leiðir sem stefnan kveður á um.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar samantektinni sem miðar að því að útfæra menningarstefnu sveitarfélagsins.
Nefndin mun horfa til þeirra tillagna sem þarna koma fram og vísar þeim til frekari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2018.
Jafnframt vísar atvinnu- og menningarnefnd samantektinni til fræðslunefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlanir stofnana sveitarfélagsins á sviði menningarmála, fyrir 2017

Málsnúmer 201705112Vakta málsnúmer

Fyrir liggja starfsáætlanir stofnana sveitarfélagsins á sviði menningarmála fyrir árið 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar fyrirliggjandi starfsáætlunum menningarstofnanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skógarsveitarfélag; listaverk úr skógarviði

Málsnúmer 201612081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur auglýsing um samkeppni um listaverk úr trjáviði og önnur gögn um verkefnið sem unnið er í samstarfi við Félag skógarbænda á Austurlandi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 180.000 sem tekið verði af lið 13.69.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kynningaráætlun

Málsnúmer 201705096Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kynningaráætlun fyrir sumarið unnin af Egilsstaðastofu fyrir sveitarfélagið.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að kr. 800.000 verði varið til verkefnisins skv. fyrirliggjandi áætlun og tekið af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201611004Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samningsdrög við Þjónustusamfélagið á Héraði. Að öðru leiti er verkefninu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hjaltastaður, Úthérað; náttúran, sagan og menningin, ferðaþjónustan

Málsnúmer 201705181Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir um málþing frá undirbúningshópi sem sveitarfélagið skipaði til að vinna að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað og um mögulega starfsemi í félagsheimilinu Hjaltalundi. Hópnum var falið að kanna grundvöll ýmissa hugmynda og móta tillögur.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að málþing undirbúningshópsins verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Stefna um tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705044Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur starfshóps um stefnu fyrir tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar starfshópnum fyrir vinnu sína við mótun stefnunnar. Nefndin samþykkir jafnframt fyrirliggjandi drög að stefnu fyrir tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Tillögum stefnunnar sem fjalla um aðgerðir og þróun tjaldsvæðisins er jafnframt vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar m.a. vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Aðalfundur SSA 2017

Málsnúmer 201705045Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá verkefnastjóra sveitarstjórnarmála hjá SSA. Þar er óskað eftir málum, sem sveitarstjórnir vilja setja á dagskrá aðalfundar SSA sem verður haldinn 29. til 30. september næstkomandi.

Á fundi bæjarráðs 15. maí 2017, var samþykkt að vísa erindinu til nefnda sveitarfélagsins og óskað eftir tillögum og málum til umfjöllunar á aðalfundinum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að málefni landbúnaðar og matvælaframleiðslu verði rædd á aðalfundi SSA. Einnig jöfnun eldsneytisverðs á innanlandsflugvöllum, húsnæðismál, heilbrigðismál og samningur sveitarfélaga um menningarmál og menningarmiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundargerð starfshóps um stefnu og hlutverk opinna svæði með áherslu á Tjarnargarðinn og Skjólgarðinn, frá 11. maí 2017

Málsnúmer 201705161Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð starfshóps um stefnu og hlutverk opinna svæða með áherslu á Tjarnargarðinn og Skjólgarðinn.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu fyrir sitt leiti og vísar henni til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:15.