Skógarsveitarfélag; listaverk úr skógarviði

Málsnúmer 201612081

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 45. fundur - 09.01.2017

Fyrir liggur erindi frá bæjarstjórnarbekknum á Barra 17. desember 2016 þar sem lagt er til að koma á samstarfi skógarbænda og sveitarfélagsins um gerð listaverka sem væru sýnileg á opnum svæðum.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar fyrir ágæta hugmynd og felur starfsmannni að ræða við fulltrúa skógarbænda á Héraði um mögulega útfærslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 54. fundur - 29.05.2017

Fyrir liggur auglýsing um samkeppni um listaverk úr trjáviði og önnur gögn um verkefnið sem unnið er í samstarfi við Félag skógarbænda á Austurlandi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 180.000 sem tekið verði af lið 13.69.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.