Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafn

Málsnúmer 201705051

Atvinnu- og menningarnefnd - 54. fundur - 29.05.2017

Fyrir liggur bréf dagsett 8. maí frá Þjóðskjalasafni Íslands ásamt drögum að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna, til umsagnar.

Á fundinn undir þessum lið mætti Bára Stefánsdóttir forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að útfært verði betur hvernig með rafræn skil gagna og varðveislu þeirra verði farið, sbr. 8. tl. 3. greinar, þar sem hvorki liggur fyrir hver útfærsla né kostnaður vegna þessa verður.

Þá leggur nefndin áherslu á að betur verði skilgreint í 6. grein hvaða gögn Þjóðskjalasafnið megi taka til varðveislu leggist héraðskjalasafn í vanhirðu og hvort þar sé ekki aðeins um að ræða gögn frá afhendingarskyldum aðilum, en ekki einkasöfn.

Í 7. grein reglugerðardraganna er talað um að söfn skuli njóta styrks samkvæmt ákvörðun ráðherra. Nefndin leggur áherslu á héraðskjalasöfnum sé tryggt rekstrarframlag frá ríkinu á hverju ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.