Fyrir liggur samantekt vinnufundar sem haldinn var 27. apríl 2017 með fulltrúum stofnana sveitarfélagsins um þær leiðir menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem fjalla um menningaruppeldi. Tilgangur fundarins var að ræða og útfæra nánar þau markmið og leiðir sem stefnan kveður á um.
Atvinnu- og menningarnefnd fagnar samantektinni sem miðar að því að útfæra menningarstefnu sveitarfélagsins. Nefndin mun horfa til þeirra tillagna sem þarna koma fram og vísar þeim til frekari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2018. Jafnframt vísar atvinnu- og menningarnefnd samantektinni til fræðslunefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Fræðslunefnd telur niðurstöður frá vinnufundi með fulltrúum stofnana sveitarfélagsins áhugaverða og hvetur menningarstofnanir og skólana til að skoða þau tækifæri sem í hugmyndunum felast. Nefndin leggur áherslu á að ekki sé um að ræða verkefni sem auka álag á starfsmenn skólanna, þess í stað verði áhersla á að verkefni sem eru/verða til í skólunum verði hluti af því menningarstarfi sem um ræðir.
Atvinnu- og menningarnefnd fagnar samantektinni sem miðar að því að útfæra menningarstefnu sveitarfélagsins.
Nefndin mun horfa til þeirra tillagna sem þarna koma fram og vísar þeim til frekari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2018.
Jafnframt vísar atvinnu- og menningarnefnd samantektinni til fræðslunefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.