Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

251. fundur 13. júní 2017 kl. 17:00 - 18:55 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir 0
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-4. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðmunda Vala Jónasdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Hlín Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 2-6. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Elínborg Valsdóttir og Helena Rós Einarsdóttir mættu á fundinn undir liðum 2-9. Sóley Þrastardóttir mætti undir lið 1 og Sverrir Gestsson undir lið 7.

1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 201706049

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2017-2018 fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Menningarstefna, menningaruppeldi

Málsnúmer 201705078

Fræðslunefnd telur niðurstöður frá vinnufundi með fulltrúum stofnana sveitarfélagsins áhugaverða og hvetur menningarstofnanir og skólana til að skoða þau tækifæri sem í hugmyndunum felast. Nefndin leggur áherslu á að ekki sé um að ræða verkefni sem auka álag á starfsmenn skólanna, þess í stað verði áhersla á að verkefni sem eru/verða til í skólunum verði hluti af því menningarstarfi sem um ræðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Afgreiðslu frestað.

4.Aðalfundur SSA 2017

Málsnúmer 201705045

Fræðslunefnd leggur til að aðalfundur SSA 2017 taki stoðþjónustu leik- og grunnskóla í fjórðungnum til umfjöllunar með það að markmiði að efla þjónustuna. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að ræddar verði leiðir til að auka þau úrræði sem skólastofnunum, nemendum og forráðamönnum standa til boða og að unnið verði að því að útiloka "grá svæði" milli skólanna og heilbrigðisþjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skoðunarskýrsla HAUST/Mötuneyti Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201706045

Fræðslustjóra falið að fylgja þeim málum eftir sem fram koma í skýrslunni.

Lagt fram til kynningar.

6.Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201412027

Afgreiðslu frestað.

7.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Lagt fram til kynningar.

8.Bókun 1 við kjarasamning FG og SNS

Málsnúmer 201706047

Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem liggur að baki lokaskýrslu vegna bókunar 1 í kjarasamningi FG og SNS. Nefndin þakkar þeim fulltrúum sem komu að vinnunni í skólunum einkar vel unnin störf og mun hafa skýrsluna og fylgigögn hennar að leiðarljósi við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201610017

Til kynningar.

10.Launaþróun á fræðslusviði 2017

Málsnúmer 201703021

Lagt fram til kynningar.

11.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:55.