Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201610017

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.10.2016

Ruth Magnúsdóttir skólastjóri kynnti málið og lagði fram beiðni um heimild til ráðningar vegna aukinnar, ófyrirséðrar stuðningsþarfar. Um er að ræða u.þ.b. 65% stöðuhlutfall sem þyrfti að bregðast við sem fyrst.

Fræðslunefnd fellst fyrir sitt leyti á framangreinda beiðni. Leitast verður við að viðbótarkostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Ruth Magnúsdóttir skólastjóri kynnti málið fyrir fræðslunefnd og lagði fram beiðni um heimild til ráðningar vegna aukinnar, ófyrirséðrar stuðningsþarfar. Um er að ræða u.þ.b. 65% stöðuhlutfall sem þyrfti að bregðast við sem fyrst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn framangreinda beiðni. Leitast verður við að viðbótarkostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.