Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir mættu á fundinn undir lið 1 og þeim hluta liðar 4 sem snýr að tónlistarskólunum. Undir lið 2 og þeim hluta liðar 4 sem snýr að leikskólunum mættu sem áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir og Hlín Stefánsdóttir. Undir liðum 3, 5 og þeim hluta liðar 4 sem snýr að grunnskólunum mættu sem áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Elínborg Valsdóttir og Helena Rós Einarsdóttir. Ruth Magnúsdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla sat fundinn undir lið 3 og afgreiðslu fjárhagsáætlunar Egilsstaðaskóla.
1.Skóladagatal Tónlistarskólans í Fellabæ 2016-2017
Hlín Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, kynnti erindin sem annars vegar varða beiðni um hækkun á systkinaafslætti og hins vegar beiðni um að ekki komi til hækkunar á fæðisgjöldum.
Fræðslunefnd sér sér því miður ekki fært að verða við framangreindum erindum.
Ruth Magnúsdóttir skólastjóri kynnti málið og lagði fram beiðni um heimild til ráðningar vegna aukinnar, ófyrirséðrar stuðningsþarfar. Um er að ræða u.þ.b. 65% stöðuhlutfall sem þyrfti að bregðast við sem fyrst.
Fræðslunefnd fellst fyrir sitt leyti á framangreinda beiðni. Leitast verður við að viðbótarkostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Áætlunin gerir ráð fyrir 3% hækkun tónlistarskólagjalda, leikskólagjalda og gjalda fyrir frístund. Jafnframt er gert ráð fyrir 2,5% hækkun fæðiskostnaðar.
Umræður um skipulag skólaaksturs skólaárið 2016-2017.
Fræðslustjóra falið að ljúka afgreiðslu útistandandi mála á sem hagkvæmastan hátt, en ítrekað að afgreiðsla getur aðeins tekið til yfirstandandi skólaárs.