Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

Málsnúmer 201609035

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 13.09.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, mætti á fund nefndarinnar og fór yfir rammaáætlun fræðslunefndar 2017 og forsendur hennar.

Mál í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 27.09.2016

Skólastjórar mættu á fund nefndarinnar og kynntu hugmyndir sínar vegna fjárhagsáætlunar sinna stofnana fyrir árið 2017. Fjárhagsáætlun verður til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Mál í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.10.2016

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Áætlunin gerir ráð fyrir 3% hækkun tónlistarskólagjalda, leikskólagjalda og gjalda fyrir frístund. Jafnframt er gert ráð fyrir 2,5% hækkun fæðiskostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Fyrirliggjandi eru drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 og er þeim vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögur fræðslunefndar um að áætlunin geri ráð fyrir 3% hækkun tónlistarskólagjalda, leikskólagjalda og gjalda fyrir frístund. Jafnframt er gert ráð fyrir 2,5% hækkun fæðiskostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.