Skólastjórar mættu á fund nefndarinnar og kynntu hugmyndir sínar vegna fjárhagsáætlunar sinna stofnana fyrir árið 2017. Fjárhagsáætlun verður til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Áætlunin gerir ráð fyrir 3% hækkun tónlistarskólagjalda, leikskólagjalda og gjalda fyrir frístund. Jafnframt er gert ráð fyrir 2,5% hækkun fæðiskostnaðar.
Fyrirliggjandi eru drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 og er þeim vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir tillögur fræðslunefndar um að áætlunin geri ráð fyrir 3% hækkun tónlistarskólagjalda, leikskólagjalda og gjalda fyrir frístund. Jafnframt er gert ráð fyrir 2,5% hækkun fæðiskostnaðar.
Mál í vinnslu.