Skólastjórnendur, Ruth Magnúsdóttir, Sverrir Gestsson, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Sóley Þrastardóttir og Jón Arngrímsson kynntu fjárhagsáætlun 2017 fyrir sína stofnun undir fyrsta lið á dagskrá fundarins. Auk þeirra sátu sem áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Elínborg Valsdóttir, sem áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Dóra Halldórsdóttir og Hlín Stefánsdóttir og sem áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, Berglind Halldórsdóttir, undir þeim kynningum sem varða það skólastig sem þær eru áheyrnarfulltrúar fyrir.
Skólastjórar mættu á fund nefndarinnar og kynntu hugmyndir sínar vegna fjárhagsáætlunar sinna stofnana fyrir árið 2017. Fjárhagsáætlun verður til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.