Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

238. fundur 13. september 2016 kl. 17:00 - 19:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Páll Sigvaldason varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Undir 1. lið mættu skólastjórnendur: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Sverrir Gestsson, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Drífa Sigurðardóttir og Jón Arngrímsson og hlýddu á kynningu fjármálastjóra á fjárhagsramma fræðslusviðs 2017. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Elínborg Valsdóttir sátu áfram undir liðum 2-7.

1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

Málsnúmer 201609035

Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, mætti á fund nefndarinnar og fór yfir rammaáætlun fræðslunefndar 2017 og forsendur hennar.

Mál í vinnslu.

2.Brúarásskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201609037

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri, kynnti stöðu varðandi starfsmannamál í Brúarásskóla skólaárið 2016-2017. Mikil aukning er í nemendum leikskólans sem voru 5 á síðasta skólaári og eru 9 á þessu skólaári, en það hefur óhjákvæmilega áhrif á starfmannaþörf. Skólastjóri telur að svo virðist sem þessi viðbót muni geta rúmast innan samþykktrar áætlunar 2016 en mun hafa áhrif á áætlun 2017.

3.Brúarásskóli - sjálfsmatsskýrsla 2015-2016

Málsnúmer 201609038

Stefanía Malen Stefánsdóttir fór yfir helstu niðurstöður sjálfsmats skólans skólaárið 2015-2016 og úrbótaáætlun sem unnin var í kjölfar niðurstöðu matsins.

Lagt fram til kynningar.

4.Fellaskóli - húsnæðismál

Málsnúmer 201602040

Sverrir Gestsson, skólastjóri, fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við húsnæði Fellaskóla en viðgerð við þak er lokið og nú standa yfir innnanhúsframkvæmdir.

Lagt fram til kynningar.

5.Skólaakstur 2016-2017

Málsnúmer 201609036

Fræðslustjóri fór yfir framkvæmd skólaaksturs í upphafi skólaárs en skólaakstur byggir nú á nýgerðum samningum á grundvelli útboðs. Rætt um hugsanleg viðbrögð við þeim erindum sem borist hafa.

Mál í vinnslu.

6.Fagráð eineltismála í grunnskólum

Málsnúmer 201609034

Formaður kynnti málið. Fræðslustjóra falið að fela skólastjórum að senda foreldrum upplýsingar um fagráð eineltismála og starfsemi þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kynning á framkvæmd vegna þjónustu talmeinafræðings í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.

Málsnúmer 201609040

Lagt fram til kynningar.

8.Fræðslusvið - launaþróun 2016

Málsnúmer 201604040

Farið yfir launaþróun fræðslusviðs til og með ágúst 2016.

Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um samstarf vegna rannsóknar doktorsnema

Málsnúmer 201609039

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti umbeðið samstarf með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi skólastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201609041

Sóley Þrastardóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskólans á Egilstöðum. Fræðslunefnd óskar Sóley til hamingju og velfarnaðar í starfi.

11.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Mál í vinnslu.

12.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.