Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201609041

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 13.09.2016

Sóley Þrastardóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskólans á Egilstöðum. Fræðslunefnd óskar Sóley til hamingju og velfarnaðar í starfi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Á fundi fræðslunefndar kom fram að Sóley Þrastardóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og býður Sóleyju velkomna til starfa hjá sveitarfélaginu og óskar henni velfarnaðar í þessu nýja hlutverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.