Fundargerðir skólaráðs Fellskóla

Málsnúmer 201211040

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 25.02.2013

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 13.05.2013

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóli, kynnti fundargerðir skólaráðs Fellaskóla frá 19. febrúar og 7. maí sl. Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 201. fundur - 12.05.2014

Sverrir Gestsson kynnti fundargerðir skólaráðs Fellaskóla frá 19. febrúar og 7. maí sl. Jafnframt kynnti hann niðurstöður fundar skólaráðs með nærsamfélaginu 18. mars sl. þar sem lögð var fyrir fundarmenn könnun með spurningum varðandi skólastarf í Fellaskóla. Varðandi fyrirspurn skólaráðs um ráðstöfun tiltekins búnaðar í Hallormsstaðaskóla sem hugsanlega nýtist ekki við breytt skipulag skólastarfs þar vísar fræðslunefnd fyrirspurninni til skoðunar hjá skólastjórnendum og sveitarstjórnum Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs. Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í tilefni að því sem fram kemur í fundargerðum um málefni félagsmiðstöðva, er því beint til fræðslufulltrúa og forstöðumanns félagsmiðstöðva að hafa fundargerðirnar til skoðunar við tillögugerð um málefni félagsmiðstöðvanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 09.12.2014

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, kynnti fundargerðina. Sverrir benti á þá bókun í fundargerðinni sem fjallar um afstöðu skólaráðs til starfsemi félagsmiðstöðva - fræðslunefnd vísar þeirri bókun skólaráðsins til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 24.02.2015

Sverrir Gestsson kynnti fundargerðina en í henni kemur m.a. fram að óskað er eftir að flytja árshátíð skólans sem skv. skóladagatali átti að vera 26. mars fram um tvo daga þannig að hún verði 24. mars vegna áreksturs við úrslitakeppni Austurlandsriðils í skólahreysti. Breytingin borin upp og samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 12.05.2015

Sverrir Gestsson kynnti fundargerðina og niðurstöður foreldra- og starfsmannkannana sem voru til umfjöllunar á fundi skólaráðs. Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 23.06.2015

Skólaráð vekur athygli á nauðsyn á að bæta umferðaröryggi við þjóðveg 1 (við Olís). Fræðslunefnd fer þess á leit að Umferðaröryggishópur sveitarfélagsins skoði málið.

Fræðslunefnd mun taka umræðu um tíðni fyrirlagna á könnunum Skólapúlsins í sérstökum lið með öllum skólunum síðar. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 08.12.2015

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir þeim fundargerðum skólaráðs Fellaskóla sem lágu fyrir fundinum og þeirri könnun meðal foreldra sem kynnt er í síðari fundargerðinni.

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 09.02.2016

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir tveimur fyrirliggjandi fundargerðum skólaráðs.

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Sverrir Gestsson kynnti fundargerðirnar.

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 255. fundur - 21.11.2017

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir fundargerð skólaráðs skólans frá 12. október 2017. Hann benti sérstaklega á haldið verður upp á 30 ára afmæli skólans 2. desember nk. í tengslum við hefðbundinn jólaföndurdag í skólanum. Fundargerðinni fylgir erindi vegna viðbyggingar við skólann og verður það erindi tekið fyrir síðar á fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 271. fundur - 22.01.2019

Þórhalla Sigmundsdóttir, Skólastjóri Fellaskóla, kynnti tvær fundargerðir skólaráðs frá skólaárinu.

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 21.04.2020

Anna Birna, skólastjóri Fellaskóla, reifaði stuttlega atriði fundargerðarinnar. Hún sagði frá að fyrirhugaðri ytri úttekt Menntamálastofunar hefði verið frestað til haustsins.

Lagt fram til kynningar.