Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

182. fundur 25. febrúar 2013 kl. 16:00 - 18:28 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Þorbjörn Rúnarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir. Lembi Seia Sangle, María Ósk Kristmundsdóttir auk Ólafar Ragnarsdóttur, leikskólafulltrúa sátu fundinn undir liðum 1-3 á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Ásthildur Kristín Garðarsdóttir, Sigfús Guttormsson og Harpa Hlín Jónasdóttir sátu fundinn undir liðum 2-8 á dagskránni.Auk þess mættu skólastjórnendur undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skólastofnanir sérstaklega.

1.Umsókn um leikskólavist

Málsnúmer 201302147

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina þar sem um er að ræða síðustu mánuði á leikskólaferli barnsins.

2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fræðslufulltrúa falið að kalla eftir tillögum frá forstöðumönnum stofnana um aðkallandi verkefni á sviði nýframkvæmda og stærra viðhalds. Sömuleiðis verði kallað eftir tillögum að fjárhagsáætlunum fyrir stofnanirnar fyrir 2014.

3.Áskorun til HSA um þjónustu talmeinafræðings

Málsnúmer 201302112

Fræðslunefnd skorar á Heilbrigðisstofnun Austurlands að vinna að því öllum árum að bæta þjónustu við börn og ungmenni með tal- og málþroskaröskun.

4.Egilsstaðaskóli - kynning á niðurstöðum Olweusarkönnunar

Málsnúmer 201302152

Ruth Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti niðurstöður Olweusarkönnunar sem lögð var fyrir í 4. - 10. bekk í desember sl. Fræðslunefnd fagnar þeirri jákvæðu þróun sem niðurstöðurnar sýna.

5.Notkun "kickup energy effect" í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201302150

Fræðslunefnd leggur til að skólastjórnendur upplýsi foreldra um þá vöru sem hér um ræðir.

6.Fundargerðir skólaráðs Fellskóla

Málsnúmer 201211040

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Eineltisáætlun Fellaskóla

Málsnúmer 201302151

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, kynnti eineltisáætlun skólans sem nýlega hefur verið endurskoðuð. Áætlunin hefur fengið afgreiðslu í skólaráði. Fræðslunefnd telur eineltisáætlunina fullnægjandi.

8.Umsókn um leigu á eldhúsi og hluta af sal Fellaskóla sumarið 2013

Málsnúmer 201302148

Fræðslunefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að umbeðið húsnæði í Fellaskóla verði leigt út yfir sumartímann að því skilyrði uppfylltu að leigutími skarist ekki við starfstíma skóla eða útleiga hafi með öðrum hætti neikvæð áhrif á skólastarf. Skólastjóra og fræðslufulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

9.Fræðsla og forvarnir; styrkbeiðni

Málsnúmer 201302086

Fræðslunefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins. Upphæðin verði tekin af lið 04-09.

10.Fræðslunefnd - mál til kynningar

Málsnúmer 201302153

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:28.