Umsókn um leigu á eldhúsi og hluta af sal Fellaskóla sumarið 2013

Málsnúmer 201302148

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 25.02.2013

Fræðslunefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að umbeðið húsnæði í Fellaskóla verði leigt út yfir sumartímann að því skilyrði uppfylltu að leigutími skarist ekki við starfstíma skóla eða útleiga hafi með öðrum hætti neikvæð áhrif á skólastarf. Skólastjóra og fræðslufulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu fræðslunefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að umbeðið húsnæði í Fellaskóla verði leigt út yfir sumarið, að því tilskyldu að leigutími skarist ekki við starfstíma skóla eða útleiga hafi með öðrum hætti neikvæð áhrif á skólastarfið.

Skólastjóra og fræðslufulltrúa falið að vinna að framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.