Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

196. fundur 20. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:25 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Lembi Seia Sangle, María Ósk Kristmundsdóttir sátu fundinn undir liðm 1-4. Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógi, sat fundinn undir liðum 1 til 3.

Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigfús Guttormsson, Þórður Mar Þorsteinsson og Edda Hrönn Sveinsdóttir, sátu fundinn undir liðum 5-8. Auk þess sátu skólastjórnendur fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra liði sérstaklega.

1.Leikskólinn Tjarnarskógur - Sjálfsmatsskýrsla 2012-2013

Málsnúmer 201401144

Rætt um mikilvægi þess að sjálfsmatsskýrslur séu kynntar fyrir foreldraráði. Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2.Leikskólinn Tjarnarskógur - Ársáætlun 2013-2014

Málsnúmer 201401143

Ársáætlunin lögð fram til kynningar.

3.Sumarlokun leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar 2014

Málsnúmer 201401146

Tillaga skólastjórenda um að lokað verði frá og með 14. júlí til og með 8. ágúst 2014 samþykkt. Ákveðið að framtíðarskipan sumarleyfa leikskólanna verði skoðuð fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.

4.Beiðni um tilflutning á starfsdegi í leikskólanum Hádegishöfða

Málsnúmer 201401148

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að starfsdagur í Hádegishöfða sem skipulagður er 7. mars flytjist til 23. apríl

5.Egilsstaðaskóli - Sjálfsmatsskýrsla 2012-2013

Málsnúmer 201401145

Ruth Magnúsdóttir og Sigurlaug Jónasdóttur, skólastjórnendur í Egilsstaðaskóla, svöruðu fyrirspurnum vegna sjálfsmatsskýrslunnar. Sjálfsmatsskýrslan lögð fram til kynningar.

6.Skólahverfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201401149

Fræðslunefnd sér ekki tilefni til að gera breytingar á skipulagi skólahverfa að svo komnu máli.

7.Samstarf kennslu á unglingastig í grunnskólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201401147

Farið yfir reynslu á sameiginlegu vali á unglingastigi í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla á vorönn 2011. Fræðslunefnd leggur áherslu á að skólastjórnendur kanni möguleika á e.k. hliðstæðu samstarfi þar sem flestir skólanna eigi kost á þátttöku.

8.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Lagt fram til kynningar.

9.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:25.