Farið yfir reynslu á sameiginlegu vali á unglingastigi í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla á vorönn 2011. Fræðslunefnd leggur áherslu á að skólastjórnendur kanni möguleika á e.k. hliðstæðu samstarfi þar sem flestir skólanna eigi kost á þátttöku.
Á fundi fræðslunefndar var farið yfir reynslu á sameiginlegu námsvali á unglingastigi í Fella- og Egilsstaðaskóla á vorönn 2011.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að skólastjórnendur kanni möguleika á einhvers konar hliðstæðu samstarfi þar sem allir skólarnir eigi kost á þátttöku.