Samstarf kennslu á unglingastig í grunnskólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201401147

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 196. fundur - 20.01.2014

Farið yfir reynslu á sameiginlegu vali á unglingastigi í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla á vorönn 2011. Fræðslunefnd leggur áherslu á að skólastjórnendur kanni möguleika á e.k. hliðstæðu samstarfi þar sem flestir skólanna eigi kost á þátttöku.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir reynslu á sameiginlegu námsvali á unglingastigi í Fella- og Egilsstaðaskóla á vorönn 2011.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að skólastjórnendur kanni möguleika á einhvers konar hliðstæðu samstarfi þar sem allir skólarnir eigi kost á þátttöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.