Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

201. fundur 12. maí 2014 kl. 16:00 - 19:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigríður Ragna Björgvinsdóttir varamaður
  • Anna Alexandersdóttir varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Páll Sigvaldason
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigfús Guttormson, Þórður Mar Þorsteinsson og Edda Sveinsdóttir sátu fundinn undir lium 1-8. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdótir, Guðrún Ásta Friðbertsdóttir og María Kristmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 9-11. Forstöðumenn stofnana sátu fundinn undir þeim liðum sem varða þeirra stofnun sérstaklega.

1.Egilsstaðaskóli - tillaga að skóladagatali 2014-2015

Málsnúmer 201405043

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti tillögu að skóladagatali Egilsstaðaskóla 2014-2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2015

Málsnúmer 201404037

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

3.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Sverrir Gestsson kynnti fundargerðir skólaráðs Fellaskóla frá 19. febrúar og 7. maí sl. Jafnframt kynnti hann niðurstöður fundar skólaráðs með nærsamfélaginu 18. mars sl. þar sem lögð var fyrir fundarmenn könnun með spurningum varðandi skólastarf í Fellaskóla. Varðandi fyrirspurn skólaráðs um ráðstöfun tiltekins búnaðar í Hallormsstaðaskóla sem hugsanlega nýtist ekki við breytt skipulag skólastarfs þar vísar fræðslunefnd fyrirspurninni til skoðunar hjá skólastjórnendum og sveitarstjórnum Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs. Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.

4.Fellaskóli - drög að skóladagatali 2014-2015

Málsnúmer 201405045

Sverrir Gestsson kynnti tillögu að skóladagatali Fellaskóla 2014-2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali samhljóða með handauppréttingu.

5.Fjárhagsáætlun Fellaskóla 2015

Málsnúmer 201404039

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Fellaskóla 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

6.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti fundargerð skólaráðs frá 10. apríl sl. Varðandi ályktun skólaráðs þar sem tekið er undir ályktun skólaráðs Egilsstaðaskóla um spjaldtölvuvæðingu unglingastigs í skólum Fljótsdalshéraðs, þar sem byrjað verði á 8. og 9. bekk fer fræðslunefnd þess á leit við skólastjórnendur að þeir fjalli um ályktunina og skili mati á henni til fræðslunefndar með kostnaðaráætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Brúarásskóli - tillaga að skóladagatali 2014-2015

Málsnúmer 201405044

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti tillögu að skóladagatali Brúarásskóla 2014-2015. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali samhljóða með handauppréttingu.

8.Fjárhagsáætlun Brúarásskóla 2015

Málsnúmer 201404038

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Brúarásskóla 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

9.Fjárhagsáætlun Tjarnarskógar 2015

Málsnúmer 201404049

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun leikskólans Tjarnarskógar 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

10.Fjárhagsáætlun leikskólans Hádegishöfða 2015

Málsnúmer 201403101

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun leikskólans Hádegishöfða 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

11.Starf leikskóla- og sérkennslufulltrúa

Málsnúmer 201309120

Lögð fram tillaga að því hvernig megi tryggja þeim verkefnum farveg sem áður var sinnt af leikskólafulltrúa. Fræðslunefnd styður framlagða tillögu með þeim fyrirvara að breytt skipan verkefna leikskólafulltrúa kallar á endurskipulagningu starfa þeirra sem hlut eiga að máli. Fræðslunefnd leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að strax verði brugist við og sérfræðiþjónusta við leikskólana hjá Skólaskrifstofu Austurlands efld. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2015

Málsnúmer 201403096

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

13.Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2015

Málsnúmer 201403099

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

14.Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási 2015

Málsnúmer 201403100

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

15.Fjárhagsáætlun félagsmiðstöðva 2015

Málsnúmer 201404043

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun félagsmiðstöðva 2015. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs.

16.Ungt fólk og lýðræði 2014

Málsnúmer 201402180

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.