Ungt fólk og lýðræði 2014

Málsnúmer 201402180

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 40. fundur - 20.02.2014

Fyrir liggja upplýsingar um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Ísafirði 9.-11. apríl. Þema hennar er Stjórnsýslan og við ? áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna. Skráningarfrestur er til 15. mars.

Þeir sem hafa áhuga á að fara á ráðstefnuna senda emil á slaturhusid@egilsstadir.is þannig að hægt sé að ganga frá kostnaði, en Fljótsdalshérað mun sjá um þann aukakostnað sem tilfellur vegna ráðstefnunnar. Starfsmaður ráðsins mun reyna að fá fjarvistir metnar í skólanum, sem ætti að vera auðsótt mál.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 255. fundur - 23.04.2014

Lagðar fram ályktanir frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Ísafirði 9. - 11. apríl 2014.

Bæjarráð samþykkir að vísa ályktununum til kynningar hjá fagnefndum sveitarfélagsins.

Félagsmálanefnd - 127. fundur - 14.05.2014


Ályktun Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands lögð fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 116. fundur - 14.05.2014

Fyrir liggur ályktun ungmenna frá ráðstefnunni "Ungt fólk og lýðræði", sem haldin var á Ísafirði 9.-11. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.