Félagsmálanefnd

127. fundur 14. maí 2014 kl. 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs lögð fram til kynningar. Varðandi markmið sem fram kemur í stefnunni, um stofnun forvarnarhóps telur félagsmálanefnd rétt að núverandi forvarnarhópur undir stjórn félagsmálastjóra verði færður undir stjórn fræðslufulltrúa sveitarfélagsins. Á þann hátt verða öll forvarnarmál undir einni stjórn hjá fræðslunefnd.

2.Gjaldskrá heimaþjónustu 2014

Málsnúmer 201405067

Drög að uppfærðri gjaldskrá heimþjónustu samþykkt. Sú breyting er gerð á gjaldskránni að hætt verður að innheimta gjald fyrir meira en tveggja tíma þjónustu á viku. Breytingin hefur áhrif á fáein heimili sem nú fá umfangsmeiri þjónustu en að ofan greinir.

3.Yfirlit yfir barnaverndartilk.2014

Málsnúmer 201405068

Eðli og umfang barnaverndartilkynninga sem borist hafa Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs á tímabilinu janúar til og með apríl 2014 lagðar fram til kynningar. Séu sambærilegar tölur bornar saman við sama tímabil ársins 2013 kemur í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 100%, voru 20 en eru nú 40 vegna 38 barna.

4.Áætun um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201405070

Tillögur að áætlun um uppbyggingu þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði eru teknar til umræðu. Nefndin tekur undir það sem fram kemur í greinargerð starfsmanna um að mikilvægt sé að huga að uppbyggingu búsetuúrræða fyrir þann hóp fólks sem nú þegar hefur óskað eftir búsetuúrræði skv. lögum um málefni fatlaðs fólks. Ekki er talið raunhæft að svo stöddu, að hefja nýframkvæmdir á þjónustukjarna fyrir þennan hóp fólks og félagsmálastjóra því falið að leita lausna innan sveitarfélagsins og í samstarfi við hagsmunasamtök.

5.Öldrunarþjónusta. Fjölgun dagvistarrýma.

Málsnúmer 201405034

Bréf velferðaráðuneytis vegna dagþjónustu eldri borgara lagt fram til kynningar, en þar kemur fram að frá 5. maí 2014 fjölgaði dagþjónustu rýmum á Fljótsdalshéraði um 2 og eru því orðin alls 8 talsins.

6.Barnaverndarmál

Málsnúmer 201109171

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

7.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2015

Málsnúmer 201405069

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2015 og felur félagsmálastjóra að ljúka gerð áætlunarinnar í samstarfi við fjármálastjóra sveitarfélagsins.

8.Stefna félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs/ Fjarðabyggðar

Málsnúmer 201110029

Sameiginleg stefna félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Fjarðarbyggðar tekin til umfjöllunar. Hún hefur stuðlað að góðu samstarfi þjónustusvæðanna. Nefndin leggur til að stefnan verið tekin til umfjöllunar á haustdögum 2014.

9.Ungt fólk og lýðræði 2014

Málsnúmer 201402180


Ályktun Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands lögð fram til kynningar.

10.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145

Hefur þegar fengið afgreiðslu.

Fundi slitið.