Áætun um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201405070

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 127. fundur - 14.05.2014

Tillögur að áætlun um uppbyggingu þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði eru teknar til umræðu. Nefndin tekur undir það sem fram kemur í greinargerð starfsmanna um að mikilvægt sé að huga að uppbyggingu búsetuúrræða fyrir þann hóp fólks sem nú þegar hefur óskað eftir búsetuúrræði skv. lögum um málefni fatlaðs fólks. Ekki er talið raunhæft að svo stöddu, að hefja nýframkvæmdir á þjónustukjarna fyrir þennan hóp fólks og félagsmálastjóra því falið að leita lausna innan sveitarfélagsins og í samstarfi við hagsmunasamtök.

Félagsmálanefnd - 137. fundur - 26.08.2015

Endurskoðuð áætlun frá apríl 2014 um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði lögð fram til kynningar. Nefndin leggur áherslu á að áfram verði leitað lausna á húsnæðisúrræðum fyrir ungt fatlað fólk.