Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2015

Málsnúmer 201405069

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 127. fundur - 14.05.2014

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2015 og felur félagsmálastjóra að ljúka gerð áætlunarinnar í samstarfi við fjármálastjóra sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

Félagsmálanefnd - 129. fundur - 01.10.2014

Drög að fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 til umfjöllunar.
Við umfjöllun og afgreiðslu rammaáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2015, afgreiddi bæjarráð sjö milljón króna niðurskurðarkröfu, miðað við fyrirliggjandi tillögu félagsmálanefndar.
Launahækkanir hjá starfsfólki Félagþjónustunnar á milli áranna 2014 og 2015 eru á bilinu 7% - 10% nokkuð sem hefur áhrif á hækkun launaáætlunar fyrir árið 2015.
Rekstraráætlun vegna dagþjónustu fyrir eldri borgara árið 2014 var kr. 2.780.000.- á sama tíma og rammi bæjarráðs í þessum málaflokk fyrir árið 2015 er kr. 2.444.000.- Á fundi félagsmálanefndar 9. apríl sl.samþykkti félagsmálanefnd að auka stöðugildi í dagþjónustu fyrir eldri borgara um 0,5 úr 1,5 í 2.0 frá 1. maí 2014. Ákvörðunin var síðar samþykkt af bæjarráði og bæjarstjórn. Ofangreind atriði skapa umtalsverðan halla á rekstraráætlun dagþjónustunnar.

Nefndin hefur skorið niður sem nemur tæpum sex milljónum króna á rekstri félagþjónustunnar og sér, sér ekki fært að skera frekar niður án þess að grípa til uppsagna á starfsfólki og beinir því til bæjarráðs og bæjarstjórnar að hækka ramma félagsþjónustunnar sem nemur kr. 1.011.000.-

Nefndin leggur auk þess til að fjármagn vegna liðar 02 81, kr. 666.000.- verði hluti af endurgreiðslu aðildarsveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.