Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 26.02.2014

Bæjarráð samþykkir að vísa niðurstöðum hópsins til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar, áður en bæjarráð fjallar frekar um málið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa niðurstöðum hópsins til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar, áður en bæjarráð fjallar frekar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 10.03.2014

Lögð fram og rædd greinargerð vinnuhóps. Greinargerðin verður einnig til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar þar sem skólastjórar og áheyrnarfulltrúar leikskóla mæta. Endanleg afgreiðsla á greinargerðinni bíður þeirrar umfjöllunar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 199. fundur - 24.03.2014

Farið yfir ábendingar frá áheyrnarfulltrúum leikskóla. Fræðslufulltrúa falið að taka saman punkta frá umræðum á þessum fundi og fundi með áheyrnarfulltrúum grunnskóla og senda á fulltrúa í fræðslunefnd.

Félagsmálanefnd - 127. fundur - 14.05.2014

Hefur þegar fengið afgreiðslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 26.05.2014

Fræðslunefnd fellst á allar meginniðurstöður starfshóps um nær- og stoðþjónustu innan skólakerfisins. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að sérfræðiþjónusta við leikskóla verði efld og að tryggt sé að sveitarfélagið uppfylli öll ákvæði reglugerðar nr. 584 frá 2010 á markvissan hátt á báðum skólastigum. Hvað varðar framkvæmd valkvæðra þátta þjónustunnar telur nefndin mikilvægt að farið verði yfir málið með skólastjórnendum til að tryggja sem farsælasta framkvæmd þeirra þátta. Fræðslunefnd telur vafa leika á að ákvæði um uppbyggingu rafræns gagnagrunns með sameiginlegum aðgangi stuðningsteyma standist lög. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Með vísan til bókunar fræðslunefndar frá fundi hennar 26. maí sl. staðfestir bæjarráð niðurstöður vinnuhóps un nær- og stoðþjónustu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Vísað til bókunar undir lið 5.5 í þessari fundargerð.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir niðurstöður starfshóps um nær- og stoðþjónustu innan skólakerfisins og tekur þannig undir með fræðslunefnd. Ítrekað er mikilvægi þess að sérfræðiþjónusta við leikskóla verði efld og að tryggt sé að sveitarfélagið uppfylli öll ákvæði reglugerðar nr. 584 frá 2010 á markvissan hátt á báðum skólastigum. Hvað varðar framkvæmd valkvæðra þátta þjónustunnar telur bæjarstjórn mikilvægt að farið verði yfir málið með skólastjórnendum til að tryggja sem farsælasta framkvæmd þeirra þátta. Bæjarstjórn bendir líka á að samkvæmt mati fræðslunefndar leikur vafi á að ákvæði um uppbyggingu rafræns gagnagrunns með sameiginlegum aðgangi stuðningsteyma standist lög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.