Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

199. fundur 24. mars 2014 kl. 15:15 - 18:40 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Drífa Sigurðardóttir tók þátt í fundinum undir liðum 2-4. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og María Ósk Kristmundsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 5-8.

1.Heimsókn í Tónlistarskólann í Fellabæ

Málsnúmer 201403102

Fræðslunefnd heimsótti Tónlistarskólann í Fellabæ í upphafi fundar þar sem aðstaða var skoðuð og rætt við skólastjóra. Skólinn fagnar 20 ára afmæli í haust. Fræðslunefnd minnir á ósk skólans um breytingu á húsnæði þannig að verði til kaffikrókur fyrir starfsfólk.

2.Drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2015

Málsnúmer 201403099

Drífa Sigurðardóttir fylgdi úr hlaði drögum að áætlun fyrir Tónlistarskólann í Fellabæ 2015. Endanleg afgreiðsla áætlunarinnar bíður afgreiðslu heildaráætlunar nefndarinnar.

3.Drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2015

Málsnúmer 201403096

Lögð fram drög að áætlun fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Endanleg afgreiðsla áætlunarinnar bíður afgreiðslu heildaráætlunar fræðslunefndar.

4.Drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási 2015

Málsnúmer 201403100

Jón Arngrímsson kynnti drög að áætlun fyrir Tónlistarskólann í Brúarási. Endanleg afgreiðsla áætlunarinnar bíður afgreiðslu heildaráætlunar fræðslunefndar.

5.Drög að fjárhagsáætlun leikskólans Hádegishöfða 2015

Málsnúmer 201403101

Guðmunda Vala Jónasdóttir fylgdi eftir drögum að fjárhagsáætlun leikskólans Hádegishöfða fyrir árið 2015. Endanleg afgreiðsla áætlunarinnar bíður afgreiðslu heildaráætlunar nefndarinnar.

6.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga - erindi frá svæðisráði f

Málsnúmer 201403105

Leitað var til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um hvenær væri að vænta niðurstöðu umræddrar úttektar. Fram kom að þær væru væntanlegar mjög fljótlega og yrðu birtar á vef ráðuneytisins.

7.Starf leikskólafulltrúa - erindi frá svæðisráði foreldra leikskólabarna

Málsnúmer 201403104

Rætt um mikilvægi þess að gengið verði frá formlegri skipan þeirra verkefna sem áður féllu undir leikskólafulltrúa. Fræðslunefnd fer þess á leit við skólastjóra leikskóla að þeir ásamt fræðslufulltrúa og umsjónaraðilum sérkennslu vinni greinargerð fyrir nefndina um hvernig þessir aðilar sjái þessum málum best borgið.

8.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145

Farið yfir ábendingar frá áheyrnarfulltrúum leikskóla. Fræðslufulltrúa falið að taka saman punkta frá umræðum á þessum fundi og fundi með áheyrnarfulltrúum grunnskóla og senda á fulltrúa í fræðslunefnd.

9.Tilnefning fulltrúa á fund/málþing varðandi sameiginlega framtíðarsýn fyrir leikskóla landsins

Málsnúmer 201403106

Fræðslunefnd tilnefnir Gunnhildi Ingvarsdóttur, Soffíu Sigurjónsdóttur og Helgu Guðmundsdóttur sem fulltrúa á málþing varðandi framtíðarsýn fyrir leikskóla landsins.

10.Kostnaðarþróun skólastofnana 2006-2014

Málsnúmer 201403094

Lagt fram til kynningar.

11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.