Starf leikskólafulltrúa - erindi frá svæðisráði foreldra leikskólabarna

Málsnúmer 201403104

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 199. fundur - 24.03.2014

Rætt um mikilvægi þess að gengið verði frá formlegri skipan þeirra verkefna sem áður féllu undir leikskólafulltrúa. Fræðslunefnd fer þess á leit við skólastjóra leikskóla að þeir ásamt fræðslufulltrúa og umsjónaraðilum sérkennslu vinni greinargerð fyrir nefndina um hvernig þessir aðilar sjái þessum málum best borgið.