Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

198. fundur 10. mars 2014 kl. 16:00 - 19:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Anna Alexandersdóttir varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskól, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Þórður Mar Þorsteinsson og Sigfús Guttormsson sátu fundinn undir liðum 1-3. Stefanía Malen sat fundinn jafnframt undir liðum 4 og 5. Sigurlaug Jónasdóttir sat fundinn undir liðum 1-5. Sverrir Gestsson sat fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145Vakta málsnúmer

Lögð fram og rædd greinargerð vinnuhóps. Greinargerðin verður einnig til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar þar sem skólastjórar og áheyrnarfulltrúar leikskóla mæta. Endanleg afgreiðsla á greinargerðinni bíður þeirrar umfjöllunar.

2.PISA 2012

Málsnúmer 201312023Vakta málsnúmer

Árangur grunnskóla á Fljótsdalshéraði í PISA 2012 er mjög viðunandi og ber þá ekki síst að fagna góðum árangri í lesskilningi. Fræðslunefnd hvetur um leið skólana til að skoða leiðir til eflingar í náttúrulæsi.

3.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði út frá framlögðum tillögum í greinargerð starfshóps um framtíðarskipulag skólastarfs á Hallormsstað. Nefndin bendir á að þau atriði sem snúa að húsnæðismálum þarfnast nánari umfjöllunar í sveitarstjórnunum. Samþykkt samhljóða.

4.Drög að uppgjöri vegna fræðslumála 2013

Málsnúmer 201403029Vakta málsnúmer

Farið yfir frávik á uppgjöri vegna fræslusviðs. Fræðslufulltrúi skilar umbeðnum skýringum.

5.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032Vakta málsnúmer

Skólastjórnendur þeirra tveggja grunnskóla þar sem tilhneiging virðist til hærri launaliðar en áætlun gerir ráð sátu fyrir svörum. Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að stjórnendur stofnana fylgist grannt með þróun fjárhagsliða og bregðist strax við ef virðist sem áætlun standist ekki.

6.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.Starfsáætlun fræðslusviðs 2014

Málsnúmer 201403031Vakta málsnúmer

Formaður kynnti tillögu að starfsáætlun fræðslusviðs. Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlunina sem verður kynnt fyrir bæjarstjórn á næsta fundi hennar.

8.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.